12.7.2009 | 18:33
Skrapp í laugina...
...í hádeginu húsfreyja, með
átta ára djásninu og bónda.
Sat í hitakæsunni
á sundlaugarbarminum.
Skrapp svo í HEITU pottana og
KÆLDI sig, húsfreyja.
Laugin var tandurhrein og vatnið tært,
og starfsmenn á þönum að halda
öllu hreinu og fínu þrátt fyrir nánast
"lamandi" hitann.
Það var "hrein unun" að koma í Grafarvogslaug
í dag, þrátt fyrir að vart væri þverfótað í
pottum fyrir foreldrum með börn, börnum með
foreldra, unglingum að bæta í brúnkuna,
ellismellum að njóta lífsins og húsfreyjum
að meta "hreinlætisstaðal" sundlaugarinnar....
.....eehemm!
Bara getum ekki að þessu gert, húsfreyjurnar!
Er svona "ávanabindandi" eitthvað!
Allt múttu að kenna, uppeldinu og hreinlætisæðinu sem
tröllreið öllu eftir menn fóru að sjá "bakteríur"
og vírusa í smásjám!
OJ BARA
Jamm!
Smásjáin svona heldur óhuggulegt verkfæri
að mati húsfreyju, og eitt það hrikalegasta sem
hún varð að horfa í gegnum þá hún stundaði
hjúkrunafræðinám sitt.
Klæjaði vikum saman eftir að hafa rýnt í eitt
slíkt í sýkla-og veirufræðitíma.
Umhverfið er allt "kvikt og morandi"!
Brrrrr....og bjakk!
Hrollur!
En treystið bara að húsfreyja sé að segja
satt!
Farið ekki að kíkja í smásjár!
Það er bara fyrir hraustar taugar að berja slíkt augum!
BELIEVE AND TRUST!
En huggun harmi í: Allt þetta kvika hefur sinn tilgang hér
á jörð, og mannskepnan þarf á þessu "smotterísliði" að
halda til þess eins að lifa af!
Er "flest allt" að gera okkur gagn, þrátt fyrir miður fallegt
útlit (ekki er öll fegurð í "andliti" fólgin....ef andlitið yfirhöfuð finnst á ÞESSU).
Það eru bara þessir "ógagnlegu" og jafnvel oggulítið "hættulegu"
sem stundum bögga húsfreyju.....og allt mannkyn ef út í það er farið.
En jafnvel slíkt "micro-lið" hefur sjaldnast nokkuð í sterkt ofnæmiskerfi
mannsins að gera.
Finnum upp "mótefni"við öllu saman, og strádrepum þá ógagnlegu
næst er þeir berja dyra.
Stórkostleg sköpun mannslíkaminn.
Og þvílíkt innra vélvirki.
Þvílíkar innri varnir, mótstaða, seigla...og einhver
furðulegur "að komast af-vilji"!
Jamm... en þetta var nú einkennilegur útúrdúr hjá
húsfreyju...ætlaði að blogga smá um veðrið og sumarið.
Átta ára djásnið þrælaði móður sinni að sjálfsögðu upp
í stóru rennibrautina, heila salibunu með öldugangi upp á
2 metra þegar hún mætti niður.
Vatn gutlar svo vinalega í vinstri hlust húsfreyju eftir
renniríið....en húsfreyja hefur ekki nokkrar áhyggjur
af því, vatnið var svo hreint og tært!
Nú farið að styttast í sumarfrí húsfreyju.
HALLELÚJA!
Oft verið nauðsyn.
En nú er ÞÖRF!
Þrauka eina vinnuviku í viðbót,
og halda svo á vit sumars, ferðalaga og ævintýra......nú eða bara í
tandurhreina sundlaugina í Grafarvoginum!
Bóndi lofaði að grilla í kvöld í blíðunni...og það þó að
hann sé ennþá sjónvarpslaus eftir "harakiri" þess gamla.
Húsfreyja búin að henda bökuðu kartöflunum í ofninn.
Maíisinn inn næst!
Góðar sólarstundir!
Stefnir í heitasta dag sumars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vá hitinn í Rvík fór yfir20 stig
stórfréttir so what það eru engin tíðindi á Héraði
vigga og fjölsk. (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 19:36
Hana,hana...svona, svona! Ekki foj yfir smá hitabylgju í höfuðborginni! Bara gaman fyrir okkur sem ekki búum á Héraði, að fá smá fílingu fyrir bongóblíðunni sem þið njótið oft og iðulega. Við samgleðjumst ykkur svo sannarlega þegar vel viðrar hja ykkur...og ekki er verra að vísitera ykkur á sumrin og upplifa stemninguna!
Sumarkveðjur í Hérað.
Sigríður Sigurðardóttir, 12.7.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.