14.5.2009 | 17:45
Jaso! Annað Eyjagos?
Húsfreyju er hætt að standa á sama.
Telur sig nú þegar búna með "eldgosakvótann"
í þessu jarðlífi sínu.
Nóg að vakna upp af værum svefni
einu sinni á ævinni, með spúandi eldfjall
í bakgarðinum.
Vill helst ekki þurfa að ganga í gegnum
aðra eins þolraun, sem eldgosið 1973 var.
Missti heimili sitt, húsfreyja, tapaði vinum og skólafélögum út í
hvippinn og hvappinn, tapaði af þrælgóðum
kennurum í Barnaskóla Eyjanna og sjálfum
Eyjunum.
Svo ef Steingrímur gæti nú reynt að vera á örlítið
bjartsýnni nótum...." munum horfast í augun við vandann og
taka á honum"...í stað þess að líkja vandanum við
helvítis, fokking, helvítis eldgos og Viðlagasjóðsendaleysu,
þá liði húsfreyju strax betur.
"Einu sinni er alveg nóg", Steingrímur....ekkert
eldgosakjaftæði og svartsýnisþrugl og "flækjufótar-óvissu-
viljum- kannski- ekki- þessi- úrræði- eða ESB-mun-drepa-okkur.
"Við Frónbúar munum lifa kreppuna af"!
"WE WILL SURVIVE!
Góðar stundir.
Hrunið eins og Eyjagosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.