13.3.2009 | 17:42
Helv..... kreppukjaftæði...
..og pólitíkst bull og þvaður
ALLTAF HREINT", hugsaði
húsfreyja arfapirruð og
ergileg, um leið og hún
skipti um útvarpsstöð í þriðja
sinn í bíl sínum á heimleið úr
vinnu.
"Landinn á eftir að sitja upp með
massív magasár, eftir þessa endaleysu
þar sem hver BESSERVISSERINN veit
allt miklu betur en hinn"!
"Og það ÓMEÐHÖNDLUÐ magasár"
hugsaði húsfreyja sótsvört, "allt í fjandans
ekkisens niðurskurði í heilbrigðiskerfinu
endalaust, og nú jafnvel verið að loka
einum besta meltingafæraspítala landsins
í Hafnarfirði"!
Aaaaaaaarrrrggh!
Húsfreyja var mun hughægra eftir að
hafa sleppt "Tarzan-öskri" þessu frá sér
í bílnum, og gjóaði augum sínum á ökumanninn í bílnum
við hlið sér á rauða ljósinu.
Sá var greinilega með mergjað "augnvandamál"
í gangi, því annað auga hans stóð á stilk, á
meðan hitt var dottið niður á undirskál...en
bæði störðu þau í forundrun á húsfreyju!
"O, jæja, hugsaði húsfreyja, "minn bíll og mitt
mál að hljóðmenga hann hressilega í vikulokin"!
Húsfreyja lagðist nú í þá skemmtilegu þanka,
hvað skyldi eldað í kvöldmat, og hvort VISA-kort
hennar þyldi yfirhöfuð matarkaup!
Glæta.
Nú bregður til beggja vona
hvort bankamenn haldi út.
Tóra þeir vetur og vorið
eða veslast í eymd og sút?
Aumir eru og krepptir,
því er ekki kátlegt að lýsa.
Nú eigum við bara eftir
einlæga von
- og VISA.
Arndís Sigurðardóttir frá Sleggjulæk (f.1940)
Húsfreyja náði í 8 ára djásnið og Elinóru
bestu vinkonu í frístundaheimilið.
Ákvað að sleppa því að hætta VISA-korti
í "klippingu" eða "gleyping", og hafa bara
"annan í snarli" í kvöldmatinn.
Átta ára vinkonurnar byrjuðu vel,
en enduðu í stríðni, gráti og "heim í
fússi ferð" Elínóru.
Og það þrátt fyrir að húsfreyja reyndi að
sætta alla málsaðila og fá atburðarrásina
á hreint.
Eins og mál er á sviðið sett
menn sannleik fá ekki greint,
því allt virðist bæði rangt og rétt
rotið og tandurhreint.
Björg Bjarnadóttir frá Geitabergi (f.1901)´
Ekki alltaf gott að henda reiður á atburðarrás
í leikjum 8 ára dísa.
Jaso!
Og nú grætur 8 ára djásnið yfir skólabókunum,
því henni leiðist svo án Elinóru.
Svona gengur þetta í lífi húsfreyju: Skin og skúrir.
En hún samt ætíð þakklát fyrir það að geta
hjálpað náunganum í starfi sínu, fyrir það að
eiga nóg að bíta og brenna...þótt það sé
aðeins "annar í snarli" -matur og síðast
en alls ekki síst, að hafa góða heilsu.
Guði og mönnum geld ég hjartans þökk,
það gleymist ei, þó hagli tímans fenni:
Sálin mín þó sýnist stundum dökk
sólskinsblettir finnast þó í henni.
Júlíana Jónsdóttir (1838-1918)
Góðar stundir.
Athugasemdir
skemmtileg færsla
ég er sammála með útvarpsstöðvarnar alltaf sami gráturinn - maður má ekki gleyma því í eina mínútu að það er kreppa í landinu.
Góða helgi
Sigrún Óskars, 13.3.2009 kl. 22:03
Takk fyrir það Sigrún...já mikið ósköp ætla menn að blaðra og þvaðra um andsk...kreppuna........hvernig væru að menn kjöftuðu minna en ynnu meira að því að finna lausnir á kreppuvandanum?
Njóttu þín sömuleiðis sem best um helgina.
Sigríður Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.