10.3.2009 | 14:13
Farðu varlega í að lesa...
.....heilsubótarbækur.
Þú gætir dáið úr prentvillu.
Segðu alltaf sannleikann.
Þá þarftu ekki að muna neitt.
Gólf er góður göngutúr sem hefur
farið til spillis.
Ég held að Vor Himneski Faðir hafi
fundið okkur upp vegna þess að hann
varð fyrir vonbrigðum með apana.
Hvað væru karlmenn án kvenna?
Fáir, herra minn - rosalega fáir.
Mark Twain (1835-1910)
Húsfreyja var ekki gömul skotta, er hún
komst í það að lesa Tom Sawyer og
Stikilsberja-Finn eftir Twain.
Voru bækur þessar í miklu uppáhaldi hjá henni
fyrir góðan húmor og spennandi sögur.
Líst henni ljómandi vel á að verið sé
að gefa út áður óbirtar sögur og greinar
eftir karl.
Mun að sjálfsögðu tryggja sér eintak af
riti þessu eftir Twain, þá það ber að
Íslandsströndum.
Ætlar hún nú að bregða sér eina herlega
ferð í viðbót í Perluna og skoða bókakostinn,
sem þar er á boðstólum...aldrei að vita hvað
kemur upp í hendur hennar.
Góðar stundir.
P.S. Tilvitnanirnar tók húsfreyja úr bók Þorsteins Eggertssonar, "STUTT OG LAGGOTT".
Áður óbirtur Twain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.