20.1.2009 | 14:25
Kristilega kærleiksblómin spretta....
....kringum hitt og þetta.
Sagði Nóbelsskáldið góða.
Í kringum Alþingi spretta upp
annars konar blóm um þessar mundir.
Það er blómi reiðra mómælenda sem
eru búnir að fá nóg af spillingu,
fjármálabraski og sviknum loforðum.
Að sjálfsögðu er lögregla kölluð til,
með sitt GAS, GAS, GAS!
Og piparspreyjaðir mótmælendur verða
að láta undan síga.
En þeir koma aftur, og aftur, og aftur.
Þar til að ríkisstjórn litla Fróns gerir
eitthvað í því að efna loforðin.
Til dæmis það að BJARGA heimilunum.
Það væri góð byrjun.
En þangað til:
Kristilega kærleiksblómin spretta
kringum hitt og þetta.
![]() |
Piparúða beitt við þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var nú Gestur Pálsson sem sagði þetta í sögu frá 19. öld!
Torfi Kristján Stefánsson, 20.1.2009 kl. 14:58
Já, og víst er að setningin er jafn góð fyrir því, þótt Nóbelsskáldið hafi fengið hana að láni úr sögu. Finnur hana þar með í ljóði Laxness "Um hina heittelskuðu", sem er glettilega gott kvæðiað mínu mati. Þakka þér svo kærlega innlitið.
Sigríður Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.