19.1.2009 | 21:20
Ó, já!
Ekki spurning!
Pirruð upp fyrir haus, húsfreyja.
Nú er húsfreyja með eðal Nokia 3..05...
eða eitthvað farsíma.
Svona svört samloka "eitthvað", sem er
með "bláa tönn", miðla,forrit og net.
Je ræt!
Og hvað gerir húsfreyja við bláar tennur,
miðla, forrit og net í farsíma sínum?
Fjandakornið ekki neit!
Kann ekki rassgat á þetta dótarí!
Geti húsfreyja hringt úr síma sínum frá
stað A, til staðar B, sent sms og tekið á
móti hvoru tveggja, er hún í bísna góðum málum.
Og takist henni að fá skipuleggjarann til
að minna hana á afmælisdag í familíunni er
hún alsæl.
Hitt allt má eiga sig.
Bara eitt: Hvernig í ósköpunum stendur
á því að húsfreyju tekst ekki að setja upp nýja forsíðumynd,
eftir að átta árið djásnið fiktaði og setti inn grænar kúlur?
Reynt allt!
Alltaf birtast "helvísku grænu kúlurnar" aftur.
SJÍSS! PIRRANDI!
Flóknir gemsar pirra notendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er nú eit bullið af mínu mati ............maður á helst bara að geta hringt úr þessum ótrúlegu spjöldum
Solla Guðjóns, 20.1.2009 kl. 07:52
Sigga mín .. læra á símann og setja almennilega forsíðumynd.
Sammála annars með þessa síma bara hringja, sms og nota memoið og þá er ég í góðum málum
Kristín Magnúsdóttir, 20.1.2009 kl. 11:03
Auðvitað eiga þetta bara að vera svona "neyðargræjur" þegar mikið liggur við, Sollan mín.
Stína mín, er hrædd um að ég sitji uppi með bévítans grænu kúlurnar "forever and ever"....nema að ég fái hana systurdóttur í Þorlákshöfn til að hjálpa mér. Jamm er þakki, bara að hringja, sms-ast og vera með memoið klárt og lífið er dans á rósum.
Sigríður Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.