Hana! Spítlamorð...

  180px-Landakotskirkja...enn og aftur.

  Húsfreyja vann eitt sinn 5 ár á

  gjörgæsludeild á ágætum

  "hátæknispítala" er Landakotsspítali

  var nefndur.

  Var þar mikið um að vera.

  Augnaðgerðir, stórar æðaaðgerðir á

  fóleggjum og í kviðarholi, nýrnaaðgerðir,

  almennar kviðarholsaðgerðir og miklar,

  hjartalækningar, barnalækningar ásamt öðrum

  lyflækningum stundaðar grimmt.

  Snarvitlaust að gera á gjörgæslunni.

  Húsfreyja vann iðulega tvöfaldar vaktir,

  þ.e. kvöldvakt og næturvakt saman í

  einum strekk, svo mikilll skortur var á

  hjúkrunarfræðingum.

  Oft allar öndunarvélarnar í notkun, og varð

  stundum að fá lánaða vél af Landsanum.

  Svo einn góðan veðurdag í miðri kreppu og

  verðbólguæði, var svo bara blessaður

  Landakotsspítalinn "skotinn"! 

  MYRTUR!

  SLEGINN AF!

  LAGÐUR NIÐUR!

  Bara sisona.

  Hagræðing og sparnaður í gangi.

  Allri hátækninni ruslað út.

  Röntgentæki, CT-skönn, hjartamonitorar,

  skurðstofugræjur, öndunarvélar tætt úr húsinu.

  "Kostnaðarsparandi öldrunardeildum" smellt inn

  í staðinn.

  Síðan þá hefur  nánast enginn hjúkrunarfræðingur á

  Landspítala Háskólasjúkrahúsi upplifað

  deildargang sinn "auðan af rúmum".

  Þar liggja sjúkir tvist og bast á göngum í "lange baner",

  og sér ekki fyrir endann á.

  Öll rými yfirfull, allar stofur fullar.

  Sjúkir í rúmum inni á skoðunarherbergjum,

  baðherbergjum, stólpípuherbergjum og hvar sem rými finnst.

  Og nú er verið að "sneiða niður" og "hagræða"

  í Hafnarfirði.

  Rusla öllu út sem tengist hátækni, aðgerðum,

  rannsóknum og almennum lækningum.

  Setja inn "kostnaðarsparandi öldrunardeildir"

  í staðinn.

  Flytja þjónustuna sem fyrir var til Keflavíkur og

  inn á....aha akkúrat!

  Landspítala Háskólasjúkrahús!!!

  Af því að þar er hvort er eð EKKERT að gera nú þegar.

  Tómt "helv.... gutl og gauf" yfir engu.

  Hjúkkurnar bara að dóla sér, nenna ekki einu sinni að

  finna sjúkum rúm inni á þægilegum stofum, skella bara

  veika liðinu á ganginn og inn á stólpípuherbergi!

  EÐA HVAÐ??

  HALLÓ!

  Vinnur einhver með viti í heilbrigðisráðuneytinu?

  Hefur einhver sem vinnur þar, orðið fyrir því

  liggja hundveikur frammi á gangi ásamt

  þremur öðrum sjúkum, með eitt skitið tjald í kringum

  rúm sitt, og eina herlega "kúabjöllu" við

  höndina til að láta vita af verkjum, veikindum

  og vanlíðan?

  Vissulega eldast Frónbúar stöðugt, og þörf eftir

  góðum öldrunarsjúkrahúsum og heimilum er brýn.

  En að mæta þeirri þörf með því að þjösnast á

  sjúkum og umönnunaraðilum þeirra er bara RANGT!

  Og það er ekki bara rangt, það er LÉLEG heilbrigðisþjónusta!

  Eða þetta meinar húsfreyja.

  En hún er nú "bara" hjúkrunarfræðingur, og hefur

  ekki skarpa visku þeirra í heilbrigðismálaráðuneytinu sér til

  hjálpar og leiðbeiningar.

 


mbl.is Starfsfólkið miður sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

sammála hverju orði  þetta eru rússnessk vinnubrögð herforingjans í ráðuneytinu og hefur hann vin sinn með sér í leiknum.

Sigrún Óskars, 8.1.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, og síðast er ég vissi voru hjúkkur á Landsanum að sligast af vinnuálagi, og jafnvel hringt og leitað eftir hjúkkum í öldrunargeiranum í afleysingar og á aukavaktir þar.  Verður meira myljandi stuðið, þegar slatti sjúkra sem gátu sótt heilbrigðisþjónustu til Hafnarfjarðar bætist svo ofan á allt saman niðri í "ofurfullum" Landsspítala Háskólasjúkrahúsi.  HALLELÚJA!  Kannski þeir byggi þá nokkur "stólpípuherbergi" með hraða út í trjágöngunumvið spítalann!?

Sigríður Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband