5.1.2009 | 15:31
Lífsins elexír og bráðaeitrun!
Hér í den fóru menn víða um
héruð og seldu "töframeðul"
í litlum grænum eða brúnum
flöskum.
Stóðu uppi á sviðum eða kössum,
hrópuðu og göluðu, og lofuðu eilífu
lífi, afbragðs heilsufari og gæðalíðan.
Aðstoðarmaður var látinn blanda
sér í hóp fólksins sem safnaðist
í kringum "töfralækninn", og var sá
að sjálfsögðu, farlama á hækjum, eða
jafnvel skreið með jörðu við illan leik.
Síðan þegar kom að því að sanna ágæti
"töfrablöndunnar" sem að sjálfsögðu læknaði
ÖLL mein og ALLA sjúkdóma, bauð aðstoðarmaðurinn
farlama sig fram.
Eftir as, mas og bras tókst að koma þeim farlama
upp á "sviðið" þar sem hinn "ofurtöfrandi"
sölumaður stóð með armana útbreidda.
HALLELÚJA!
Einn gúlsopi, af lífselexírnum góða, og BINGÓ,
sá farlama henti frá sér hækjum, reis upp úr
duftinu og dansaði af fögnuði.
Virðist húsfreyju á frétt þessari, að ekki
alls ósvipað sé í gangi með "afeitrunarvörur"
þessar.
Er húsfreyja mest rasandi á, að annar hver maður
í nútímalegu þjóðfélagi 21. aldar
telji sig vera í þörf fyrir "afeitrun".
Veit húsfreyja egi betur, en að nær hver einasta
mannvera, er lifir á þessari jörð, hafi þokkalega
góða lifur, þokkalega vel starfhæf nýru ásamt
asskoti sterkum magasýrum og meltingu.
Þetta þrennt hefur gífurlega hæfni til að
brjóta niður, afeitra og skilja út úr líkömum
okkar mannanna flest það sem okkur dettur í
hug að láta ofan í okkur.
Eftir að ein herleg máltíð hefur runnið í gegnum
skrokk okkar, er fáheyrt að minnsti snefill af
"eiturefnum" lifi af þá útreið, og sé að dóla um
í blóðstraumi okkar.
Erum ekki eitraðri en svo, að þegar að maðurinn með ljáinn
hefur boðað okkur á sinn fund,
vaxa fegurstu rósir í kirkjugörðunum, hvar undir
okkar rotnandi skrokkar liggja.
Og sjaldan sést jafn fagur gróður af trjám og blómum,
og í kirkjugörðum.
Svo hvaða "afeitrunarkjaftæði" er þetta?
Svo framarlega sem við höfum ekki fæðuóþol og látum brennivín og
eiturlyf eiga sig, sem fæstar mannanna lifrar þola,
erum við í bísna góðum málum, svona yfirleitt.
Líkaminn sér um þetta afeitrunardæmi sjálfur!
Upp á eigið einsdæmi!
Auðvitað vill svolítið draga úr afeitrunarhæfninni,
þá menn háaldraðir verða, en þá hreyfa þeir sig einnig
minna og brenna hægar orku fenginni úr fæðu,
svo minna þarf að borða....og þá aftur minna sem þarf
að afeitra. Svo sjaldgæft er eftir sem áður, að
fólk verði "baneitrað" innvortis......í versta falli fær
það "harðlífi" þá melting slappast.....nú og eða
smá skerðingu á nýrnastarfsemi.
Fullt af ágætis meðölum til, sem redda svoleiðis
smotteríi, og ekkert þeirra auglýst sem "afeitrunarvara".
Hitt er annað mál, að húsfreyja verður "baneitruð" á
geði, þá reynt er að pranga inn á hana einhverri
"töfra-afeitrunarvörunni".
Á nóg af heilnæmu, fríu kranavatni, góða
andlitsþvottapoka, "óafeitrandi plástra" á
smáskeinur og óvítamínbættri hársápu, sjálf.
En máske hún fari og "andi framan í" nokkra miður
skemmtilega einstaklinga hjá T.R, og athugi hvort
þeir detti dauðir niður, þar sem hún hvorki brúkar
"afeitrunarplástra, afeitrandi andlitsskrúbb eða
afeitrandi flöskuvatn".
Nei, bara svona hugmynd.
Afeitrunarvörurnar mýta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr - veistu ekki gróðann í þessum "bissness"? Hugsaðu þér andlitskremið sem kostar 11.000 (ellefu þúsund) - heldur þú að það geri ekki gagn? Ég bara spyr - hver mundi annars kaupa það
Sigrún Óskars, 5.1.2009 kl. 23:04
Ellefu þúsundir!!! Fyrir 20 ml. af kremgutli í krukku. Jeminn! Þetta er út í hött.
Sigríður Sigurðardóttir, 7.1.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.