30.12.2008 | 17:54
Allt of sein!
Áramótin!
Er þetta ekki hrikalegt?
Húsfreyja búin að vera með
Sekondia-úrið sitt "heilli sekúndu"
á undan áætlun allt árið.
Það er nú bara slatti af sekúndum,
ef þetta hefur fengið að viðgangast
"árum saman".
Þá á húsfreyja að minnsta kosti
heilar 48 sekúndur til góða, í það heila tekið...
og það er nú bara næstum því heil mínúta.
Þetta er altént tveir sopar af kaffi, og góður
biti af súkkulaði með....að tímalegnd.
Hvurslags "tímaþjófnaður" er eiginlega í gangi hér
á móður jörð?
Ætti máske húsfreyja, að fá að taka þessar 48 sekúndur
út í fríi á árinu næsta 2009?
Hmmm...ekki algalið.
En snillingarnir hjá T.R. láta ekki að sér hæða í
lok kreppuársins 2008.
Fengu alla pappíra í lok nóvember og byrjun desember frá
húsfreyju, með 3 daga millibili samt, svo þeir gætu endurgreitt
henni rannsóknar- og sjúkrahússkostnað.
Húsfreyja hefur nefnilega aldrei lent í slíkum
heilsufarshremmingum áður, sem nýrnasteinar eru,
og vissi ekki að "netbankakvittanir" dygðu ekki einar sér.
Greiðsluseðlanir urðu að fylgja með líka.
Jæja, en T.R. fékk greiðsluseðlana 3 dögum seinna,
en aðra pappíra, og þá átti þettta nú að vera lítið mál.
Je, ræt!
Nú er T.R. "að sjálfsögðu" búið að senda húsfreyju
"netbankakvittanirnar" til baka með pósti sem
"ófullnægjandi" pappíra, og það rétt fyrir jól,
og í dag fékk hún "greiðsluseðlana" sína líka...og merkilegt nokk
líka sem "ófullnægjandi pappíra!
Engum snillanum þar niður frá datt í hug að
"smella saman" fyrri pappírum merktum
húsfreyju við þá seinni, sömuleiðis merktir húsfreyju.
Er þó allt orðið "rafrænt" og tölvukeyrt þar um slóðir.
En þar sem húsfreyju finnst líklegt er að "Gísli á Uppsölum" hafi
kennt T.R.- liðinu á kompjútera, þá er kannski ekki við öðru að búast.
Húsfreyja bauð bónda sínum, að hún skryppi eina herlega
reisu niður í T.R. eftir áramót, með "margtéða" pappíra "SAMAN" í bunka.
Træði þeim upp í "óæðri endann" á Grimmhildi Grámann sem
þar ræður ríkjum, og biti nokkra T.R-snillana "á háls" í leiðinni,
bara svona til að "ná aftur niður" blóðþrýsting sínum og
heiftarbræði.
Bóndi húsfreyju "afþakkaði" pent, og ætlar sjálfur með
pappírsdraslið niður á T.R..... sér að öðrum kosti á eftir
glötuðu fé og innlögn spúsu sinnar á deild níu á Kleppi.
Er húsfreyja búin að ráðleggja bónda að skreppa til
Guðmundar heimilislæknis fyrst, og fá nokkrar róandi
til að taka klukkustund fyrir "T.R.-ferð".
Ekkert vit í að fá "slag" út af nokkrum skitnum þúsundköllum
frá T.R.
Góðar stundir.
Kaffi til að róa taugarnar næst.
Áramótunum seinkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæjj.Ég vissi nú ekkert um þennan fróðleik sem í fréttinni er.
Takk fyrir ábendinguna.
Takk fyrir árið sem er að líða og GLEÐILEGT OG GÆFURÍKT KOMANDI ÁR
Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 20:54
Gott og gleðilegt ár óska ég þér og þínum
Heiður Helgadóttir, 31.12.2008 kl. 13:42
Þakka sömuleiðis, vinkonur.
Sigríður Sigurðardóttir, 7.1.2009 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.