23.11.2008 | 19:56
Framtíðarsýn, birta, hvatning og uppörvun!
Þetta líst húsfreyja vel á hjá
Séra Hirti Magna.
Enginn bölmóður um sekt eða
synd.
Því síður eitthvað iðrunarkjaftæði.
Hjörtur Magni er einhver sá
almannlegasti og besti prestur
sem húsfreyja hefur haft þá gæfu
að starfa með.
Á Suðurnesjum, Útskálakirkju minnir
húsfreyju, starfaði séra Hjörtur Magni
um all langt skeið, þá húsfreyja
hjúkraði veikum suðurnesjabúum.
"Opið hús" var á sjúkrahúsinu í
Keflavík fyrir krabbameinssjúka.
Þeir áttu ætíð greiðan aðgang að
einbýli, á sjúkrahúsinu þá þeir
þurftu.
Margir krabbameinssjúklinganna,
sem hlutu ekki bata af meini sínu
kusu síðan að njóta umönnunar
á deild húsfreyju, þá að dánardægri leið.
Góða samvinna var við sóknarpresta á
Suðurnesjum um sálgæslu, huggun og
líkn þessara sjúklinga og aðstandenda þeirra.
Hringdi húsfreyja marga nóttina í presta sína,
og bað um að þeir litu til sjúklings, þá líða
fór að lokum, og ætíð hringdi hún á nóttu sem
degi í þá, þegar andlát bar að.
Að öllum öðrum prestum Suðurnesja ólöstuðum,
þá var langbest að hringja í séra Hjört Magna.
Hann tók öllum beiðnum af stakri ljúfmennsku,
hversu þreyttur eða störfum hlaðinn hann var.
Hvort sem að nóttu var eða degi.
Var oftast mættur innan 10 mínúta, komin að
rúmi sjúklings, umvafði alla kærleik og hlýju með
einu handtaki, hlýju brosi og stuttri bæn væri
þess óskað.
Spjallaði við fólkið, gaf því góðan tíma, ræddi
lífið og dauðann og gaf sér ætíð tíma
til að drekka með þeim kaffisopa.
Kom svo fram, ræddi við starfsfólk og
"þakkaði" fyrir upphringinguna.
Frábær prestur, Séra Hjörtur Magni og
Fríkirkjusöfnuður heppinn að eiga slíkan prest.
Þyrftum að eiga fleiri slíka presta, Frónbúar.
Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.