20.11.2008 | 08:25
Norræn samvinna...
... til fyrirmyndar.
Þessu var húsfreyja að bíða eftir.
Fannst henni furðu hljótt um
"frændur" sína í Skandinavíu,
þá kreppa skall á litla Frón.
Voru það bestu og minnstu vinir og
náfrændur litla Fróns í
Færyeyjum, sem kvöddu sér
hljóðs fyrstir og buðu fram
hjálparhönd, á meðan hinar
þjóðirnar stóðu hjá, horfðu á og
skömmuðu jafnvel Frónbúa.
Og þeir sem hafa alið upp börn, vita
hversu "árangursríkar" skammir eru
í erfiðri stöðu, ekki satt?
Jamm, algjörlega gagnslausar.
En hjálparhönd og góð ráð vel
þegin, þegar harðnar á dalnum,
og er það vel að sjá að norræn
samvinna stendur enn fyrir sínu.
Kærar þakkir norrænu frændur,
vonandi geta Frónbúar einhverju
sinni goldið aftur greiðann.
Góðar stundir.
Lána Íslandi 350 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.