5.11.2008 | 19:23
Obama forseti Bandaríkjanna.
Óneitanlega gleður það húsfreyju að
Barac Obama verði næsti forseti
Bandaríkjanna.
Eitthvað fundust henni skoðanir hans og
málflutningur ferskari og ákveðnari en
mótherjans og meðhjálpara hans
í kosningabaráttunni.
Vont þykir húsfreyju þó að vita af
klúbbum eins og Klu Klux Klan í
Ameríku, þar sem klúbbmeðlimir
reita nú hár sitt og skegg af bræði, og
plotta aðgerðir sem andskotinn sjálfur
yrði stoltur af.
Hefur húsfreyja áhyggjur af Obama
og hans fjölskyldu allri,
þá menn í hvítum lökum, fara að
brýna hnífa og pússa upp byssur.
Vonar hún að vösk sveit góðra manna
gæti næsta forsta Bandaríkjanna og
fjölskyldu hans, vel og vendilega.
Þess gæti orðið brýn þörf næstu 4 árin.
Obama kjörinn forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Solla Guðjóns, 6.11.2008 kl. 11:32
Gott að hann vann, annars var ég nú alltaf mest fyrir hana Hilary
Heiður Helgadóttir, 6.11.2008 kl. 17:28
obama flottur.....þeir hljóta að passa hann
Árný Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 22:35
Þakka ykkur innlitið, ljúfastar.
Sigríður Sigurðardóttir, 7.11.2008 kl. 14:39
ég hélt líka með Obama.
Sigrún Óskars, 7.11.2008 kl. 23:18
Veistu hvað amma sagði þegar hún komst að því að Obama var kosinn: "Flott hjá honum, en nú er hann dauður!"
Alltaf sama jákvæðin í henni.
Kristín Henný Moritz, 9.11.2008 kl. 02:24
Já, Sigrún held að þetta sé skynsamur maður, og geti gert góða hluti fái hann frið.
Henný mín, hún mútta mín skefur ekki af því, en þetta er einmitt aðaláhyggjuefni flestra sem fylgst hafa með málum í henni Ameríku.
Sigríður Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.