17.10.2008 | 19:48
Regnbogadagur, en fjölmiðlamyrkur.
Húsfreyja átti vaktarfrí í dag.
Sól og regn til skiptis yfir borginni
með ægifögrum regnboga sem prýddi
himnafestinguna.
Kötturinn kúguppgefinn eftir
"breimhremmingar" síðustu daga,
lagði sig í hjónarúminu.
Húsfreyja lagðist hinsvegar í lestur
blaða og netfrétta.
"Fóstureyðingaskip í höfn"....sjíss ekki
hljómað það fallega, en reyndist svo
frétt af hollensku skipi, sem siglir um
katólsk lönd aðallega og býður konum sem
þess þurfa fóstureyðingu.
Jamm, meikar sens, hugsaði húsfreyja,
katólikkar ekki frægir fyrir að leyfa konum
fóstureyðingar, nema þær hafi lent í nauðgun.
"Líkfundarmaður á kafi í dópverksmiðjumálinu
í Hafnarfirði"! Sá ungi maður þyrfti nú eitthvað
að endurskoða líf sitt, hugsaði húsfreyja.
Að eyða lífinu innan um steindauða og eiturlyf
virðist húsfreyju frekar ógæfulegt...nema
maðurinn hyggi á námskeið í "líksmurningum"
ala Egypta hina fornu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vildu ekki
íslendinga....Davíð konungi stolið í Danaveldi,
og kvartað yfir Bretum í NATO.
PAH!!
Húsfreyja dreif sig út i regnbogadaginn,
sendi vinkonu í Noregi smá glaðning,
náði í djásnið í skólann, og skrapp með
hana að skoða Korputorg.
Verslaði meira segja 2 nýjar mottur í
svefnhebergið í Europreis, kuldaskó
á 2000 krónur á djásnið, og splæsti svo
pizzu í matinn.
Djásnið alsæl með skóna, og vill helst vera
í þeim innanhúss líka.
Og hvert sem húafreyja kom, í dag var
fólk að versla.
Að vísu töluvert meira af fólki í "designfötum"
í verslunum, sem það sést annars lítið í.
Og lífið gengur sinn vanagang, engin panikk,
ekkert fár....asskoti flott stytta sem kunningi
gaf bónda, er kom heim frá Danmörku nú
á dögunum...stór og "konungleg".....
Athugasemdir
Og þú ert bara að kaupa skó í kreppunni, og mottur líka, mér lá næstum því við yfirliði, og pizzu í matinn, hvurslags bruðl er þetta á krepputímum.
Eigðu góðan dag mín kæra, gott að þið getið lifað eins og að ekkert sé. ekkert kreppu væl hjá ykkur
Heiður Helgadóttir, 18.10.2008 kl. 09:32
Já, vinkona, bruðlað upp í topp í gær. Heilar 12 þúsund krónur fuku, fyrir öllu því sem húsfreyja verslaði. En motturnar eru flottar, og skórnir slóu í gegn....hmmm....kannski "kreppuóráðsíukast" að hrjá mig? En væl er ekki á döfinni.
Ljós og gleði til þín.
Sigríður Sigurðardóttir, 18.10.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.