23.9.2008 | 17:32
..að hika er sama og að tapa.
Ef "jólagæsinn" hryndi svona niður
á veginn fyrir framan hana, á leiðinni
austur fyrir fjall, einn góðan dag í vetur,
væri húsfreyja snögg að grípa gæsina.
Tæki þetta sem öruggt merki frá Almættinu,
að hún hefði bara staðið sig bísna vel
undanfarið, og Almættið vildi með
gæsinni sýna þakklæti sitt og vinsemd í
húsfreyju garð.
Væri svona jólaglaðningur "slash"
kreppustuðningur við húsfreyju í harðnandi
kreppuóráðsíu og verðbólgufári.
Tæki húsfreyja ekki nokkuð mark á
argandi og gargandi, haugskítugum
karlpeningi á hlaupum með skotvopn á lofti.
Teldi hún næsta víst að þeir hefðu uppgötvað
að, þeir væru að missa af úrslitaleiknum í
ensku knattspyrnunni eða tímatökunni í
Formúlunni eða einhverju álíka, og væri fljót
að koma sér sem lengst í burtu frá þeim
djöfulmóð og "gassagangi".
Enda næsta víst að all nokkuð er til af
gæsum á landi elds og ísa, og ættu
gæsaveiðimenn að geta "séð af" stöku
gæs til Almættisins og að það, Almættið
hefði svo frjálsar hendur með að útdeila
gæsum þessum á hvern þann stað sem
það mæti brýnasta þörfina.
Gæsum rænt fyrir framan nefið á veiðimönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kristín Henný Moritz, 23.9.2008 kl. 20:09
Skondin frétt........nei ætli það væri nokkuð of gott fyrir þig að þvílíka guðsgjöf
Solla Guðjóns, 23.9.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.