22.9.2008 | 16:52
Launatengdir samskiptaörðuleikar?
Í störfum þar sem mikið mæðir á mannlegum
samskiptum, eins og í ummönnun og almennum
þjónustustörfum, er einhver mesta
þolinmæðisáskorunin iðulega sú, að fá
erlendan starfsmann til að "skilja", og
húðlata landa til að "gera".
Heppin hefur húsfreyja jafnan verið
á sínum vinnustað, og hennar landar
örfáir húðlatir, en er þó jafnan einn og
einn eins og gengur.
Allmarga erlenda starfsmenn hefur hún,
og ríflega helmingur þeirra hefur lagt sig í líma
við að læra íslenska tungu, hinn tæpur
helmingurinn svona síður, eða ekki, eins og
gengur.
Bévítans torf, íslenskan að læra, og
margir erlendir starfsmenn ætla sér ekki að
dvelja hér um margra ára skeið.....
...í upphafi.....en svo lengist dvölin og
LENGIST.
Og þegar aldraður öðlingur með of
háan blóðþrýsting, kvartar sótrauður
af vonsku yfir því að morgni við hjúkku sína,
um geta ekki gert sig skiljanlegan við
starfsfólk, nótt eftir nótt, sargar það
illilega þolinmæðistaug húsfreyju.
Eða sármóðguð dama á tíræðis aldri
kvartar undan því að "húðlatur" landi,
hafi bara sagt henni að "pissa í stykkið" sitt,
að því að "það var of mikið mál að aðstoða
hana á W.C. að næturlagi", þá langar
stundum húsfreyju að rífa í hár sér af örvæntingu.
Eiga þessir vinnukraftar, ómálga erlendir starfsmenn
og húðlatir landar skilið sömu laun og hinir?
Hinir sem eru duglega erlenda fólkið ,
sem talar kannski ekki kórrétt,
en gerir sig vel skiljanlegt á íslensku, og mikilvægara;
SKILUR sína skjólstæðinga, frambornar óskir þeirra og þarfir.
Eða landana sem hafa metnað í starfi og bera
sanna umhyggju fyrir sínu fólki, og reynir bara
að vinna hraðar ef mikið er að gera.
Húsfreyja telur því miður, að skortur á fólki
geri stjórnendum iðulega erfitt um vik, og
því sitji þeir uppi með letingjana og ómálga
fólkið.... og á sömu launum og hinir.
Réttlátt?
Ekki aldeilis að mati húsfreyju, en svo fleyg
orð fjölmiðlamanns eins séu notuð:
"Svona er Ísland í dag".
Hvort þessi skoðun gerir húsfreyju svo að
"rasista", "letingjahatara" eða bara að
"total bitch" verða aðrir svo að dæma.
Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.