Meistari morðgátunnar.

Poriot_The_First_9  Þá húsfreyja var vel læs orðin

  á engilsaxneska tungu, hóf hún að

  leita sér lestrarefnis í Eymundsson,

  bókahillunum fyrir erlendar bækur.

  Og þar lenti hún í gullnámu mikilli.

  Þvílík dýrð að geta lesið breskar og

  ameríska höfunda á móðurmáli þeirra.

  Húsfreyja var alsæl, og þegar ein

  "pokettbók" eftir Agöthu Christie læddist

  ofan í poka hennar einn daginn.....POWWink!

  Las hverja einustu Christie bók sem hún

  kom höndum yfir.

  Hercule Poriot og Miss Marple urðu hennar

  bestu kunningjar og alltaf rembdist húsfreyja

  eins og rjúpan við staurinn,

  að leysa gátuna um hver væri morðinginn,

  á undan Poriot og  Miss Marple.

  Las 80 bækur eftir Christie, "tókst aðeins þrisvar"

  að leysa gátuna, áður en höfundi þóknaðist

  að gefa upp morðingjannPinch.

  Eitursnjöll kerla Christie, og frábærir karakterar

  í hennar bókum.

  Þarf að komast í sjálfsævisögu hennar.


mbl.is Óþekktar hljóðupptökur með Agöthu Christie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég hef aldrei lesið Agöthu Christie bók. Er ég að missa af einhverju?

Sigrún Óskars, 15.9.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

 Ef þú hefur gaman af "þrautum", með hárfínum vísbendingum sem alveg geta "læðst fram hjá manni"=morðgáta eftir A.C þá eru að missa af "meistaranum", vinkona.  Mæli með henni.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.9.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband