30.8.2008 | 20:15
Sól og regn..
...á afmælisdegi húsfreyju, þ.e í dag.
Og þessi líka yndislega fallegi regnbogi
beint yfir Grafarvoginum, eins og almættinu
sjálfu fyndi hjá sér þörf að heiðra konuna með
litadýrð. -DÆS-
Húsfreyja hinsvegar strætóaðist í tilefni dagsins
með þá stuttu í bíó, naut náttúrufegurðarinnar
og samverunnar við dótturina.
Gerði einnig smá úttekt á "unglingatískunni",
húsfreyja, því unga fólkið er duglegt að brúka
þessa tegund farartækja.
Og niðurstaðan er þessi:
Íþróttapeysur með hettu eru "inn" og niðurþröngar
gallabuxur hjá stúlkunum, ásamt "dash" af skjóllitlum
glimmertoppum og silkitoppum.
Tvö kíló af meiki er "algert must", ef þú ert
með 4 -8 kíló yfir kjörþyngd, þær grennri láta
sér nægja púður og varalit.
Strigaskór í öllum regnboganslitum, þunnar leggings
með stjörnum og ekkert í stíl hvað við annað litalega séð.
Erfiðara að höndla tískuna hjá peyjunum.
Sumir í útvíðum gallabuxum, aðrir niðurþröngum.
Sumir með brækurnar gyrtar utan um nárana,
svo rassaskoran blasir við, við minnstu hreyfingu,
aðrir vel gyrtir, en þá í köflóttum vinnuskyrtum og
"bleikum" NIKE-strigaskóm.
Stúlkur áberandi prúðar í samskiptum, en herrarnir
misjafnir. Sumir prúðmennskan uppmáluð, á meðan
aðrir eru angandi af vínanda, og ræða um að
"hafa verið ósmurðir og þurrir í rassgatinu í dönsku,
og séu þar með kolfallnir".
Húsfreyja hafði ekki hugmynd um að dönskukennarar
framhaldsskóla væru farnir að gera kröfur um
"vel smurð og rök rassgöt" á prófum, og þykir henni
það furðulegar kennsluaðferðir, svo ekki sé meira sagt.
Þykir henni nokkuð öruggt, að sjálf hefði hún ALDREI
náð sínu stúdentsprófi í dönsku, hefðu þessar
"námskröfur" verið við líði á hennar unglingsárum.
Og ekki nokkur annar nemandi í hennar skóla.
Værum heil kynslóð "núllistar" í dönsku.
En alltaf gaman í strætó......
Athugasemdir
Til hamingju með daginn ertu nokkuð komin á þann aldur að öll afmæli eru stórafmæli? nei - bara grín
Góð úttekt á unglinga-tískunni, ég er heppin að þurfa ekki að tolla í tískunni get bara verið í "minni eigin" tísku!
Sigrún Óskars, 30.8.2008 kl. 22:26
Nah, ennþá réttu megin við fimmtugt, Sigrún.
Bara lítið afmæli núna, svo ég gerði sem minnst úr því. En svo verður auðvitað "þjóðhátíð" hjá mer eftir 2 ár.
Já, mikið hryllilega er gott að vera ekki unglingur lengur, og þurfa að tolla í tískunni....allir í merkjavöru og "ofurmeðvitaðir" um útlitið.
Sigríður Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 23:05
Til hamingju með daginn í gær!
Huld S. Ringsted, 31.8.2008 kl. 22:14
Til hamingju með gærdaginn Sigga!
Alltaf gaman að detta hér inn og lesa þín snilldarpistla
Ólína Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 23:47
Þakka ykkur elskulegar og góðar kveðjur.
Sigríður Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.