Skyldi engan undra...

Daryl_Hannah_i_Kill__22558a...eins og málin standa víða um heim, í heilbrigðismálum.

  Mesta furða að hinir snjöllu læknar Íra skyldu ekki kippa

  úr henni botnlanganum, stækka á henni brjóstin, skella

  henni í ristilspeglun og taka úr henni hálskirtlana,

  í öllum asanum að meta og veita meðferð, annríkinu með

  veikt fólk og svo öllu pappírsflóðinu sem heilbrigðisfólk

  þarf að sinnaW00t.

  Já, helv..., ekkisens pappírsflóðið.

  Sjálf var húsfreyja á vakt í morgun, með 26 öldunga

  á sinni könnu.  Hafði 7 starfsmenn með sér til fulltingis.

  Ekki svo mikið um að vera umönnunarlega séð, en nóg

  hjúkrunarlega séð.

  Tveir öldunganna voru sárlasnir.

  Ein elskuleg gömul kona með lugnabólgu, sem húsfreyja

  fékk setta á sýklalyf og súrefni og svo gamlingi með

  slæma kviðverki og depurð. 

  Skipta þurfti á 3 sárum, skipta um þvaglegg, skipta á

  umbúðum á 3 kviðarholsleggjum, mylja pillur og gefa þær, 

  gefa lungnapúst og friðarpípur, gefa augndropa,

  verkjalyf og sprengitöflur þá kvartað var, sinna

  hægðavandamálum, skipta um súrefniskúta,

  panta tau, svara símhringingum ættingja, sinna

  mönnunarmálum, redda fólki á vaktir næstu 2

  daga vegna veikinda, og gera morgunplan.... svo húsfreyja

  hafði það bara "þokkalega náðugt" með því að sleppa

  bæði morgunmat og hádegismatWhistling.

  Þeyttist um ganga á 15 kílómetra hraða, og tókst þá að

  sinna flestu því er kom upp á.

  Átti samt eftir ein sáraskipti og lyfjagjafir eftir hádegi

  þegar hún var boðuð á fund....13:15 -15:15.

  "LYFJAEYÐUBLAÐAFUND"W00t!

  Já, húsfreyja lýgur engu...EYÐUBLAÐAFUND!

  Því nú hafa boð borist frá okkar herlega og skarpvitra

  heilbrigðisráðuneyti að "skrásetja skuli" allar

  pillur á litla Fróni, því eigi sé nóg til af gagnslausum

  pappírssnepplum (A-4) í landinuSick.

  (Sjálfsagt sé líka "ónógt skeini" á öllum útisalernum

  uppi á litla Fróni samkvæmt nýjustu athugun

  ferðamálastjóra, svo nú skal slá margar flugur í einu höggiDevil.)

  Lyfjafræðingar sem lítið hafa að gera yfirhöfuð, því

  landinn er svo "lítið fyrir" að brúka lyf, fengu fyrsta póst.

  Og þar sem "mikið" framboð hefur verið á hjúkkum, síðustu

  30 árin, og þær því allt of "margar" að gaufa við að hjúkra

  fárveiku fólki á heilbrigðisstofnunum öllum, lá beint við

  að blanda þeim í málið.

  Því þær sjá jú um, að koma pillum öllum og lyfjum

  á "endastöð", það er ofan í maga skjólstæðinga, inn í

  vöðva eða blóðrás.

  Svo húsfreyja, aðstoðardeildarstjóri og eina hjúkkan

  á 26 manna deild, og svo með tilsýn með annarri 24 manna

  deild, var boðuð á "hjúkrunarstjórnarfund".

  BRAVÓ!

  Lyfjafræðingar mættir með eina herlega, græna

  "gæðastjórnunarmöppu", á hverja deild.

  Gott og vel.

  Vel hægt að stauta sig í gegnum eina 50 síðna

  gæðastjórnunarmöppu á "kerfistungumáli"Sleeping.

  En.....svo fór heldur að þyngjast róður, þegar kom

  að "skrásetningu" pilla og lyfjaAngry.

  Fengum allar "6" grænar möppur í viðbót.  Þar í

  voru "eyðublöð"!

  Ein mappan geymdi eyðublöð fyrir "fyrnd lyf",

  önnur fyrir "eftirritunarskyld lyf",

  sú þriðja eyðublöð fyrir "lykilskráningu",

  sú fjórða eyðublöð fyrir vikulegar "hitamælingar"

  í lyfjaísskápum og lyfjaherbergjum,

  sú fimmta eyðublöð fyrir "mistök við lyfjagjafir"

  og sú síðasta geymdi eyðublöð fyrir "bragðverstu,

  og óvinsælustu pillurnar".......Tounge...nei, grín, er strax búin

  að gleyma hvern djö.... átti að skrá í síðustu möppuna,

  húsfreyjaCrying.

  Etthvað álíka gáfulegt og að "hitamæla" skrattans

  pilludótið vikulegaWhistling.

  Sér nú húsfreyja fram á, að hún verði að breyta

  starfsheiti sínu, og segja upp störfum sem

  aðstoðardeildarstjóri.

  Verði nú "grænmöppuritari", "aðstoðareyðublaðaritstjóri"

   og "pilluhitamælingamaður" Lyfjaeftirlits RíkisinsDevil!

  Sér hún sína sæng útbreidda (..og öxina reidda..) með alla

  þessa titla, og vill fara fram á "þrefalda" launahækkun núGrin.

  Og svo "stórriddaraorðu Íslands" við starfslok, fyrir að hafa

  "misst framan af" vísifingri og þumli hægri handar af

  OFNOTKUN og þrælslegum "eyðublaðaskrifum"Halo.

  Sér hún fram á að "skjólstæðingum" hennar verði

  útdeilt "hamri og stálplötu", þá þeir fara í iðjuþjálfun,

  þar sem þeir geta duddað sér við að mylja lyfin

 sín í lyfjapokum vikunnar.

  Komi svo niður á deild aftur með lyfin mulin í

  pokunum, og svo verður "daglegt BINGÓ" í

  borðsalnum, þar sem hinum "þremur heppnu"

  vinningshöfum, verður hjálpað af hjúkku að taka lyfin

  sín þann daginnWhistling....þeir sem ekki vinna

  verða bara að þrauka pillulausir, og vona að

  þeir verði heppnari NÆSTDevil.

  Sáraskipti og önnur umbúðaskipti fara eingöngu

  fram á fimmtudögum, fyrir hádegi á "fullu tungli"

  ....en bara ef ekki hefur "rignt um nóttina",

   annars þeim frestað fram á næsta fimmtudag

  á fullu tungliCool.

  Símviðtöl verða BÖNNUÐ, og klippt á allar

  símasnúrur deildarinnar, en hægt verður "að

  sjálfsögðu", að hafa samband við hjúkkur

  skjólstæðinga skriflega með pósti....en er þar

  að sjálfsögðu eingöngu átt við "flöskupóst"Pinch!

  Bráðaveikindum verður að sjálfsögðu öllum sinnt,

  AF HJÚKKUM...."í réttri röð" og eftir númerakerfi....

  ...."þú ert númer 4 í röðinni með hjartabilun"..."en

  númer 5 ef þú ert í sykursýkissjokki"...DING!...

  ...."Mundu að ýta á "1" á bjöllunni, ef þú ert í

  hjartastoppi...DING..þá verður þér svarað fyrstW00t!

  ..........            .........    ............

  Í  ALVÖRU!!!

  Í  ALVÖRU!!!

  "SEX MÖPPUR FULLAR AF EYÐUBLÖÐUM"!

  OG SÚ SJÖUNDA "LEIÐBEININGAR"!!

  Húsfreyja er farin að "LEGGJA SIG".

  Veitir ekki af.

  Með kærri kveðju,

               "Grænmöppupilluhitamælingaeyðublaðaritari".

 

 

 

 


mbl.is Settu rangan fót stúlku í gifs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Guð hvað þú ert skemmtileg, hló mikið af þessum pistli þínum. Það sem er eiginlega sorglegt - og það er að þetta er allt saman satt

Sigrún Óskars, 28.8.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka þér; Sigrún mín

  Var í mergjuðum ham, er ég kom heim eftir þennan líka hjúkrunarstjórnarfundinn, og engu logið þar, nema þessu með bragðverstu og óvinsælustu pillurnar.  Veit að hjúkrunarforstjóri verður mættur eftir helgi með "helv..... hitamælana", og nú bíðum við hjúkkur bara spenntar eftir að "salernisferðir" hjúkka og samstarfsfólks verði settar undir "gæðastjórn".  Að sjálfsögðu 3 eyðublöð þar með, fyrir "gular" ferðir, "brúnar" ferðir og "fyrningu, eyðingu og losun hægðalyfja".  Mamma mía.

  Þvílíkt myljandi grín...og dapurleg stjórnun heilbrigðismála.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband