26.8.2008 | 18:14
Katólsk fegurð í fyrirrúmi.
Séra Rungi í hinu ægifagra ríki Ítala er
aldeilis í ham um þessar mundir.
Sumir mundu jafnvel orða það svo, að
það væri "uppi á honum typpið"...en það
má víst ekki segja um katólska presta á prenti...
....úúps!
Nú vill sá heilagi séra fara að huga að nunnum
þeirra katólsku, svo um munar, finna eitthvað sem
kemur katólskum nunnum verulega til góða,
og sér í hendi sér að best sé að halda eina herlega
"nunnufegurðarsamkeppni".
Afsanna nú í eitt skipti fyrir öll, að það séu eingöngu
"miður fríðar" katólskar konur, sem kjósa að verða
nunnur.
Ergó: Að brúðir Krists séu líka "sætar"......
...og kynþokkafullar...svo ekki sé notað orðið
"sexí"...en það er víst ekki vel séð um katólskar
nunnur, svo best að sleppa því.
Líst húsfreyju ljómandi vel á framtak og áhuga
séra Rungi á katólskum nunnum, og sér fram á
myljandi fína "fegurðarsamkeppni".
Getur orðið virkilega "intressant" að sjá
nunnur í "galakjól" og með hárskuplu í stíl.
Bíkíni eru ekki "must" samkvæmt fréttinni...hmm...
... og máske "tabú" líka.
Bíður nú húsfreyja spennt eftir framhaldinu.
Reiknar hún fastlega með að hinn hugmyndaríki
séra Rungi láti ekki staðar numið með nunnurnar,
heldur ráðist hann næst í "Herra klerkur katólskra"
ala "Herra Ísland".
Og liggur síðan beint við að hafa "fegurðarsamkeppni
katólskra biskupa og kardinála".
Og þá er aðeins sá stóri eftir "le Papa" eða páfinn, en
þar verður að sjálfsögðu að keppa um leið og
"páfaefninn" eru valinn, því páfinn er jú bara einn.
En þá verður Séra Rungi aðeins að "breyta" keppnisreglum.
Þar verður að sjálfsögðu keppt um það "páfaefnið sem
hefur flestar og flottastar "hrukkur" þeirra sem lafa
réttu megin grafarbakkans.
Þetta verður bara yndislegt, séra Rungi!
Húsfreyja er með harðsperrur í maganum af hlátri.
Góðar stundir.
Fegurðarsamkeppni nunna skipulögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jesús minn Sigga, ertu að meina að presturinn sé með t..... uppi
Heiður Helgadóttir, 26.8.2008 kl. 21:07
Allavega eru allir katólskir prestar karlkyns, svo ég hélt að þeir hefðu ty......uu..hummmm...svona "viðhengi" eins og aðrir karlar.....en mér gæti auðvitað skjöplast. Katólskir klerkar lítið fyrir að striplast, Heidi, hér á norðurhveli.
Knús á þig.
Sigríður Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 21:53
Keppnin hlýtur að verða sýnd í beinni á RÚV!
Eru kaþólskir klerkar ekki í víðum kuflum til að ekki sjáist þegar þeir eru með typpið uppi - það hélt ég
Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 12:18
Sigrún, það skyldi þó ekki vera ástæðan fyrir víða kuflinum......?
Mér hefur bara aldrei flogið þetta í hug......
Verst að hinn háheilagi séra Rungi er að renna á rassinn með keppnina.
Sigríður Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.