21.8.2008 | 16:34
Róið á brókinni...
...á eðal breskan hátt.
Þetta myndband er bara snilld og fullt af myljandi
góðum húmor.
Húsfreyja sér fyrir sér stórsigur breska róðraliðsins,
þar sem ræðarar allir í öðrum liðum, verða grútmáttlausir
og veinandi af hlátri yfir múnderingu bretanna.
Annars asskoti góðar brækur, Boratbrækurnar.
Etthvað svo líflegar á litinn, og sýna vissar útlínur svo vel.
En heldur er líklegt að frónverskum körlum þyki brækur
þessar skjóllitlar, og skammgóður vermir í þeim á
köldum vetrarmorgnum...og fer þá heldur að draga
úr "fegurð línanna" þegar karlmannleg líffæri taka
að "skreppa saman" af kulda.
Þá betra að hafa gamla góða föðurlandið við
hendina, til að skerpa blóðflæði, hugsun og vit.
Góðar stundir.
Breskur afreksmaður á brókinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist þessi karlmannlegu líffæri þurfi að vera helst til of lítil fyrir þessa brók.
Sigrún Óskars, 21.8.2008 kl. 19:45
Þú segir nokkuð.....máske "sérútbúnaður" fyrir lítt niðurvaxna herramenn?
Sigríður Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.