Eitthvert slen....

funny-children-pegged-to-the-clothers-line1... eða mergjaður slappleiki að hrjá húsfreyju. 

  Líklega komin með bullandi sólsting ásamt

  slæmu tilfelli af "sumarbústaðareitrun", sem

  lýsir sér sem algerum " so what-áhuga" á

  gjörðum Gísla Marteins Baldurssonar.

  Húsfreyju gæti ekki verið meira á sama,

  hvort Gísli blívur eða hverfur á brott úr

  borgarráði.

  Eigum helling af "gamanleikurum" eftir í borgarráði,

  sem dýrka Ólaf, hata Ólaf, eru sammála Ólafi eða

  ósammála.

  Verður þar allt í myljandi, organdi gríni eftir sem

  áður, þó Gísli karlinn setjist á skólabekk til að

  læra betur "fyrir lífsstarfið"....."urban politics"...

  bara þetta heiti gerir húsfreyju græna í framan,

  ómótt og sljóa yfir hausnumSick.

  Vonar húsfreyja bara að Gísla gangi vel að

  "læra að vinna vinnuna sína", samanber Guðjón

  Þórðarson allsherjarþjálfara..." work your work"Cool!

  Hefur húsfreyja nú nærri lokið "þriðja í sumarbústað".

  Búin að vera 3 daga með systur í Eyjum í sumarbústað

  austur fyrir fjalli í brjáluðu stuði með 7 börnum okkar

  systranna þriggja, og svo elstu systurdóttur og hennar

  litla kút Marinó Tý (2. ára) og hennar heittelskaða, Heimi.

  Liðið okkar systra er á aldrinum 4 - 9 ára, og hafa

  sjömenningarnir raddstyrk á við 3 óperur, 4 strigabassa-

  rokktónleika og 6 sinfóníutónleika í HáskólabíóPinch.

  Kristján Jóhannsson óperusöngvari HVAÐ? 

  Iss... bara hvísl hjá honum, miðað við  hin "ógurlegu sjö",

  eða "the Horrible Seven" eins og húsfreyja kallar þau

  stundum.

  Marinó Tý finnst stundum nóg um, þá hin eldri taka sig

  til og heimta athygli.  Hans litla mjóróma barnsrödd

  týnist alveg í hinni voldugu hljómkviðu hinna:

  "MAMMMMMMMMMA,  ÉG ER SVANGUR/SVÖNG"!!

  "VIÐ VILJUM MAT NÚNA"!

  "MEGUM VIÐ FÁ SNAKK"?

  "ÉG VIL EKKI BORÐA SVONA.......AAAARRRGGGH"!

  "ÉG ER EKKERT BÚINN AÐ FÁ AÐ BORÐA HÉRNA"!!

  Svo eftir martraðar matartíma sem eru hluti af

  "Sögunni Endalusu Mæðranna", er liðinu þrælað í

  göngutúra og berjatínsluferðir.

  Á leiðinni:

  Báran dettur á hnéð og fær skrámu, Bæron slæst

  við Aron, Svalan sparkar í Sigga, sem lemur í Gumma,

  en Alli Elí klæðir sig úr hverri spjör, og strípast líkt

  og Adam Biblíunnar gerði forðum daga.

  Marinó Týr er "þulur" og sérlegur útskýrandi á

  atburðarrásinni, þó ekki skiljist nema helmingur

  af frásögn hansSmile.

  Eftir göngutúr og berjatínslu góða og þokkalega

  "friðsæla" stund, byrjar aftur "kórsöngurinn":

  "MAMMMMMMMA, ÉG er SVANGUR/SVÖNG"...osfr.

  Og mömmuræflarnir hafa að sjálfsögðu klikkað

  á því að taka nesti með, svo það verður að drífa

  liðið heim svo það verði ekki "hungurmorða"

  einhvers staðar á berjaþúfu uppi í hlíð á

  einhverju fjalli, sem enginn veit nafnið á.

  Og eftir mikið át, máltíð númer 3 eða 4, og klukkan

  rétt orðin fjögur síðdegis, hendir liðið sér út í

  heita pottinn. 

  Og "heitir pottar" eru einhver sú mesta SNILLD

  sem um getur í sögu sumarbústaðaCool.

  Í alvöru!

  Þar getur litla liðið hamast tímunum saman,

  ótrúlega LÍTIÐ svangt og

  án þess að drekkja sér eða öðrumGrin.

  Og mútturnar geta meira segja lætt einni konumynd í

  DVD-tækið og dæst af vellíðan yfir kaffibolla, á meðan

  Bill Murry er svoooo góður í "Ground Hog Day",

  Hugh Grant klúðrar öllu í "Four Weddings and a

  Funeral" og Alicia Silverstone er gjörsamlega

  "Clueless"Halo.

  En á morgun verður húsfreyja að skreppa sína

  síðustu ferð í sumarbústað...og þá bara í örfáar

  klukkustundir...geðheilsa hennar er að veðiWhistling.

  Systir í Eyjum sendi hana nefnilega óvart með

  bíllyklana sína í borgina við sundin bláu.

  Svo það verður að koma þeim aftur í hendurnar

  á systur.

  En heimilisfólk er orðið órólegt hjá húsfreyju, svo henni

  er ekki vært lengur í kompjúternum.

  Góðar stundir.

 

 

 
mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

ó mæ god - ég þyrfti að fara á heilsuhæli í viku og hvíla mig. Gott að hafa pottinn til að redda málunum.

Góða ferð í 3 klst sumarbústaðaferðina, hafðu það svo gott eftir það. 

Sigrún Óskars, 13.8.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sigrún, er í alvöru að pæla í lágmark 2 vikum á heilsuhælinu í Hveró!  Nei, þetta er elskulegt lítið lið, þó það haldi að fullorðna fólkið tapi allt heyrn upp úr tvítugu.

  Datt í hug að hægt væri að finna upp "barnahljóðkúta".......

  Njóttu veðurblíðunnar og sumarsins, vinkona.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 23:56

3 Smámynd: Kristín Henný Moritz

ég var svoooo búin eftir þessa daga þarna í bústaðnum, ekki skrítið að ég hafi ekki náð að læra rass!

Kristín Henný Moritz, 17.8.2008 kl. 02:41

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Búin!  Alveg er ég rasandi hlessa, frænkubeibí.  Ég er ekki einu sinni búin að finna orku til að blogga smá um "fjölskyldufótboltann".

Sigríður Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband