20.6.2008 | 15:27
Vandræðagangur og....
....dautt internet verið að hrjá kompjúter húsfreyju.
Voru ekki litlu skvísurnar sem myrtu kompjúterinn, líkt og bóndi hélt.
Heldur hann sjálfur sem hafði verið að hringla á milli símafyrirtækja,
og allt fór í tjón og tjöru.
Og ekkert bólar á bévítans netinu enn.
Sér húsfreyja að hún verði að fara í "netaútgerð" með þessu
áframhaldi.
Skyldu "net þau er fisk fanga", gagnast í kompjútera líka??
En fiskinet eru einu netin sem húsfreyja kann að "setja upp",
og er með allt á hælunum hvað tölvunet varðar!
Ætlar húsfreyja rétt að vona, að bóndi hennar hætti að láta
ginnast af gylliboðum símafyrirtækja, sem eru svo of upptekin
til að sinna kúnnunum, og að hún fái að hafa sitt "internet" og
blogg í friði í sumar.
En fyrst er að fá netið inn aftur...og það getur tekið tíma.
Svo húsfreyja læðir inn litlum pistlum hér og þar í lánstölvum,
en getur lítið heimsótt bloggvini.
En stendur vonandi allt til bóta.......
Athugasemdir
Nú vorkenni ég kompjúter húsfreyju. Gæti illa verið án tengingar við veraldarvefinn.
Sigrún Óskars, 22.6.2008 kl. 22:53
Sigga!!!! aldrei að láta kallinn ráða
Solla Guðjóns, 23.6.2008 kl. 10:25
nei látu kallinn aldrei komast upp með að ráða það er alveg tóm tjara. Vonandi er enginn bangsi á Hvammstanga nema Bangsi, a.m.k. vona ég það, er á leð norður á fimmtudag ( ef ég tími að kaupa helv.... bensínið)
Guðrún Jóhannesdóttir, 23.6.2008 kl. 20:49
Jamm, illt þegar karlpeningurinn situr við stjórn í síma-og tölvumálum, og allt fer í bál og brand, og ekkert bólar á netinu enn.
En þakka innlitin ljúfastar.
Og góða ferð norður Guðrún. Engan hitti ég bangsann, ekki einu sinni Bangsa.
Bévítans ekkisens bensínið*#+&#....ekki láta mig komast í að hugsa um það!
Sigríður Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.