4.6.2008 | 17:39
KARLmannlegt þjóðvarðarlið?
Engir mjálmandi aukvisar með bólugrafna húð, sem fá inni í spánska þjóðvarðarliðinu.
Sei, sei, nei.
Þýðir ekkert að sækja um ef þú stamar.
Ert sykursjúkur.
Með mígreni.
Eða hefur nælt þér í klamidíu eða sárasótt.
Ör og lýti í andliti ekki vel séð.
Og auðvitað alveg "hrikalegt" ef þú hefur aðeins eitt eista.
Eða ert myljandi fínn tenór með röddina á háu nótunum.
Nú fyrst að spánverjarnir eru búnir að setja svona haug af reglum,
finnst húsfreyju sjálfsagt að þeir bæti við:
Hjartveikir út, gætu hreinlega fengið slag við smá álag.
Feimnir, þora aldrei að yrða á nokkurn mann.
Lugnaveikir út með alla sína kvefsýkla og astmaskít.
Árásargjarnir, plöffuðu niður hvern þann sem vogaði sér að hnerra í
áttina að þeim.
Karlar með tíðar þvagfærasýkingar og eilíft ról á salernið út.
Brosmildir, aldrei öruggt hvenær þeir eru bara að grínast.
Hægðatregðukarlar út, ekki smart að vera "stoppaður upp í háls"!
Fótafúnir, innskeifir jafnt sem útskeifir út, komast vart úr sporinu.
Geri þeir spænsku þetta, og stoppi í öll möguleg og ómöguleg "heilsufarsgöt",
þá er næsta víst að ENGINN spánverji yfir 10 ára aldri kemst í þjóðvarðarliðið
þeirra.
Er þá eins gott að leggja þjóðvarðalið þetta niður, og eyða peningunum,
sem fóru árlega í að reka herlegheitin, frekar í rannsóknir á því,
hví sumir spænskir karlar hafi "skrækar" raddir, fái ekkisens mígreni, stami,
verði sykursjúkir, smitist illilega af kynsjúkdómum, séu öróttir í andliti,
þjáist af sóríasis og séu stundum "eineista"!
Jamm, bara svona létt geggjuð pæling, hjá húsfreyju
Skrækróma menn mega ekki verða þjóðvarðliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mjög góð pæling þetta
halkatla, 4.6.2008 kl. 20:13
Takk Anna fyrir það, og til hamingju með nýju síðuna. Kíki reglulega á þig þar.
Sigríður Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 20:29
skemmtilegar pælingar
Sigrún Óskars, 4.6.2008 kl. 22:40
Sigga hef ég sagt þér að þú ert miljón
Solla Guðjóns, 5.6.2008 kl. 01:28
Þakka ykkur, ljúfastar
Sigríður Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 10:16
Ég var að frétta að þú værir með pest... ekki koma í heimsókn! En láttu þér batna! Bið að heilsa.
Kristín Henný Moritz, 7.6.2008 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.