22.4.2008 | 13:27
Hef horft á marga....
...deyja af hinum ýmsu sjúkdómum er hrjá mannkyn. Ætli Alzheimers sé ekki einn af þeim erfiðustu? Bæði fyrir sjúklingana og aðstandendur. Hélt lengi vel að þjáningar krabbameinssjúklinga, væru erfiðustu og verstu þjáningar sem ég upplifði með mínum skjólstæðingum. En eftir að hafa kynnst Alzheimerssjúklingum, tel ég að þjáning þeirra sé síst minni. Mín einlæg von að sem fæstir hér á litla Fróni, eigi eftir að fá þennan skelfilega sjúkdóm efri áranna.
Drykkja flýtir fyrir Alzheimer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mín einlæga ósk að sem fæstir fái þennan sjúkdóm hann er ægilegur. Með vinsemd og virðingu. Svanurinn.
Svanur Heiðar Hauksson, 22.4.2008 kl. 13:47
Þakka þér, Svanur. Já, ægilegur er líklega besta lýsingin á honum.
Kær kveðja S.
Sigríður Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 13:50
já þetta er mjög slæmur sjúkdómur.
Solla Guðjóns, 22.4.2008 kl. 19:44
já, þetta er ægilegur sjúkdómur. Las einu sinni bókina "Karen" sem er eftir og um konu sem var með heilabilun. Gleymi þessari bók aldrei.
Sigrún Óskars, 22.4.2008 kl. 20:16
Ég vona að ég sleppi, hef þekkt fólk sem að greindist með þennan sjúkdóm
Heiður Helgadóttir, 22.4.2008 kl. 20:28
Sælar vinkonur, já, og mikil skelfing að horfa upp á þjáningu Alzheimerssjúklinga.
"Karen" er mjög góð bók, Sigrún. Eigum hana á deildinni minni, og ég mæli með henni við alla.
Kær kveðja, og njótið vikunnar, S
Sigríður Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.