Í endurvinnslu?

Praying_Dog  Það hvarflaði að húsfreyju, að þarna væri rabbíninn Rabinowitz kominn í bullandi "pappírsendurvinnslu", sem hliðarstarf við bar mitzvah, giftingar og jarðarfarirGrin.  Bréfin skipta jú þúsundum.  Og eitthvað þarf af pappír í öll þessi bréf.

  Alltaf fundist þetta merkileg leið, til að spjalla við Guð, hjá ísraelsmönnum og konum.  Að skrifa honum/henni bréf, á húsfreyja við.  Hér uppi á litla Fróni er nóg að biðja hljóða bæn með sjálfum sér, eða jafnvel bara í huganum, og Guð heyrir.  Og það bísna vel, að mati húsfreyju.  Man húsfreyja ekki eftir, að Guð hafi hundsað bænir hennar.

  Minnir húsfreyju á annað.  Hann Neale Donald Walsch hefur ritað ansi skemmtilegar bækur, þar sem hann ræðir við Guð.  Hefur húsfreyja gluggað í þær og um bænina, stendur á einum stað í fyrstu bók hans:

          "Engin bæn, og bæn er ekkert annað en brennandi yfirlýsing um

          "hvað er svona"-er látin ósvöruð.

           Sérhver bæn, sérhver hugsun, sérhver yfirlýsing, sérhver tilfinning

           er skapandi.  Að því marki að hún er innilega fram borin í sannleika,

           að því marki mun hún verða látin birtast í reynslu þinni".

           ......             ........                .........              ..........

           "Þess vegna, ef þú þrábiður, þá virðist vera mun minni möguleiki á

           að þú munir upplifa það sem þú heldur að þú sért að velja,

           vegna þess að grunnhugsunin á bak við sérhverja áköllun er sú

           að þú hafir ekki núna það sem þú óskar eftir.  Sú grunnhugsun

           verður raunveruleiki þinn.

           Eina grunnhugsunin sem gæti yfirunnið þessa hugsun er sú hugsun

           í einlægni og trú að Guð muni veita allt sem beðið er um.

           UNDANTEKNINGALAUST.  Sumir hafa slíka trú, en mjög fáir".

                                              Samræður við Guð eftir Neale Donald Walsch.

 

  Fannst margt í bókum Walsch merkilegt, og gaman að lesa.  Svona heilbrigð speki, um samband okkar við Guð.  Er byrjuð að lesa fyrstu bókina afturJoyful.

  En næst að veraldlegri málum.  Sumarfrí bónda eru í deiglunni, og húsfreyja verður að bjalla í skólann til að kanna hvort frístundaheimilið verður eitthvað opið í sumar.  Verðum annars að vera á sitt hvorum tímanum í sumarfríi, hjónaleysin, og húsfreyja að taka "launalaust frí" í ofanálagErrm.  Og allt í bullandi falli hjá Dabba og krónunni, og orðið "kreppa" á hvers manns vörum.  Jamm, grillum kannski bara brauð og kartöflur í sumar, og drekkum vatn meðHalo.

  Nah!  Þetta REDDAST allt samanGrin!  Verður gott sumar, spáir húsfreyja.......meira að segja hjá íslensku krónunni.


mbl.is Póstþjónusta Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er alveg yndisleg mynd

Sporðdrekinn, 15.4.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Já, brilliant Sporðdreki.  Fann hana á netinu, og kolféll fyrir henni.

Sigríður Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 18:01

3 Smámynd: Solla Guðjóns

vel umhugsunarvert.....

Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Er voffi að fara með faðirvorið

Heiður Helgadóttir, 16.4.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Mér fannst það, Sollan mín.

  Eða "voffavorið", Heidi!

Sigríður Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband