Harðir á strippinu og gubb!

image  Húsfreyja horfði á eftir bleikklæddri dótturinni og Einari besta vini, rölta af stað í skólann.  Átti frí sjálf, og hugsaði sér gott til glóðarinnar.  Skella sér í náttfötum með málgögnin upp í rúm.  Jamm og kannski fá sér eina kríu um níuleytið.

  Forsíðan á "24 stundum" blasti við augum húsfreyju, er hún opnaði blöðin sín:

  " Harðir á strippinu".

  "Sönnunargagnið var GUBB".

  Húsfreyja lagði það blaðið frá sér, hálf ómótt bara af fyrirsögnunumSick.  Greip "Fréttablaðið":

  "Þiggja greiða fyrir kynlíf"

  "Mínúta getur kostað þrettán mánaða bið".

  Húsfreyja reif sig upp úr volgu rúminu, skellti blöðunum vonskulega á eldhúsborðið og pældi í því smá stund, hvort það væru samantekin ráð blaðamanna að hafa af henni notalegar stundir og jafnvel "kríu" þá hún væri í fríiErrm?  Rámaði þá í bókabunkann sem hún verslaði í Perlunni nú síðvetrar.  Hefur ekki komist yfir að lesa nema eina af þeim bókum. 

  Svo nú er húsfreyja á leið upp í rúm aftur með "Þórberg", ævisögu Árna prófasts, og hlakkar mikið til lestursins.  Verst að "krían" dettur þar með, út af listanum yfir það sem húsfreyja ætlaði að gera í dagFootinMouth.  Jæja, kannski má byrja á smá lúr, áður en lestur hefstSleeping.

  Njótið dagsins.


mbl.is Harðir á strippinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

J´h´þeir ku fara mikinn þarna í Mosó

Solla Guðjóns, 16.4.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband