Skammarlegt!

sleeping_cat  "Já, skammarlegt" hugsar húsfreyja.  Köttur hennar kann ekki svo mikið sem "Faðirvorið"Blush

  Hefur aldrei viljað fara með húsfreyju til kirkju á jólum, og hefur kötturinn aðeins þrisvar lagt eitthvað til málanna, þá húsfreyja les bænirnar með litlu manneskjunni á kvöldin.  "Mjááá" var fyrsta kommentið ef húsfreyja man rétt, en "mjááávrr" í annað og þriðja.  Rámar húsfreyju í að hún hafi verið þar stödd í "Faðirvorinu", þar sem talað er um "gef oss í dag, vort daglegt brauð", þegar læða upphóf raust sína.  Í ÖLL ÞRJÚ SKIPTINLoL

  Þykir húsfreyju nú henni hafi brugðist bogalistin við trúarlegt uppeldi á ketti sínum, og er miður sínFrownWhistling.  En svona huggun harmi í:  Þá er verið að afneita gömlu hugmyndinni um "helvíti" af klerkastéttinni um þessar mundirDevil.  Svo kannski reddast þetta hjá húsfreyju og ketti.  Þær verða kannski svolítið "langt niðri og í ójafnvægi andlega" um jól og páska, en að öðru leyti bara í góðum "mjáum"Wink.

  Erum svo á leið austur fyrir fjall á míní-ættarmót.  Verðum allar 3 systurnar mættar, með öll okkar 8 börn og einn ömmustrák systur í Þorlákshöfn.  Spáir húsfreyja dúndurstuði, með orgi og grát seinni partinn.  En heldur mun hljóðna með kvöldinu.  Heimilistalvan verður í RÚSTNinja.

  Svo er bara að drífa sig af stað, taka myndavélina með, og athuga hversu góð spákona húsfreyja er.

  Njótið dagsinsHeart


mbl.is Hundur á bæn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Já, hundurinn veit að hann fær ekkert að éta fyrr en eftir bænirnar. Kötturinn þinn á svo góða húsmóður að hann þarf engar bænir.  Kannski fer hann með bænirnar í huganum (eins og ég og engin sér). Er ekki smá bænasvipur á kettinum á myndinni? 

Njóttu dagsins fyrir austan og keyrðu varlega!

Sigrún Óskars, 24.3.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, sjálfsagt ofdekruð hjá mér kattarrófan.  Jú, ég valdi kisu þessa sérstaklega, vegna bæna-og hugleiðslusvipsins.

  Góðar stundir yfir páskana, Sigrún.

Sigríður Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Hvað er nú þetta, vill ekki kattar skömmin fara með þér í kirkju

Heiður Helgadóttir, 24.3.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hef bara enga stjórn á kattarrófunni, Heidi.

Sigríður Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband