14.3.2008 | 11:02
Það ku vera fagurt í Kína...
....salernin eru bévítans rottuholur, og pöddulífið risavaxið, banka-, tölvu- og flugfarmiðakerfi eitthvað ekki að virka, en annars bara fallegt.
Minn maður mættur á útopnu úr vinnunni fyrir klukkutíma. Allt í tjóni með farmiða fósturdóttur í Kína. Nonni hálfbróðir Tinnu, þó búinn að hringja 144 símtöl vegna flugmiðans frá London til litla Fróns, ímeila grimmt til Icelandair, London og Kína, og allt er TÝNT fyrir því. Minn maður var í gær og fyrradag í samskonar vinnu vegna miðans frá Kína til Lndon. Hringdi 227 símtöl, sendi helmingi fleiri ímeil einhverjum 20 kínverjum hist og hér í Kína, og til Tinnunnar, og stendur til að Tinna fái þann farmiða "kannski" prentaðan út úr tölvu í Kína í dag. En bara ef ímeilið um Londonarmiðann berst í hendur þeirra kínversku, fyrir kvöldið. Móðirin hefur gengið berserksgang í því fyrir norðan, að fá hækkaða yfirdráttarheimild dótturinnar á kortinu sínu, í bönkum, og "símsenda" þeim kínversku peninga út fyrir flugfarseðlunum, því blessað "PIN-númerið" sem Tinnan loksins fékk á kortið sitt, VIRKAR EKKI Í KÍNA.
Minn maður búinn að hringja þrisvar í Nonna, sem er búinn að hringja þrisvar í Icelandair. Einnig búinn að senda 4 ímeil til Kína. Og húsfreyja tók að sér að senda eitt ímeil fyrir hann til Kína, á meðan minn maður skellti í sig rótsterku kaffi, andaði djúpt til að róa taugarnar úti á sólpalli (húsfreyja enn ekki búin að koma sér upp "neyðar-hjartaslagskitti"). Nonninn hringdi svo í fjórða sinn, búinn að (hvað annað) senda "ímeil til Kína" varðandi Londonarmiðann. Minn maður fauk í vinnuna, á lágmark 35 metrum á sekúndu. "Siggi stormur" hefði verið stoltur af honum.
Húsfreyja er svo eitthvað lasleg, með mergjaðan atmaskít, og ætlar að læða sér í slökun inn í rúm, og svo til læknis seinni partinn. Vonar að Tinnan komist flugleiðina frá Kína heim, áður en svín og kýr læra að fljúga.
Athugasemdir
LANGAÐI BARA AÐ SEGJA HÆJJJJJJJJJ
Er ekki búin að lesa en geri það þegar ég hef meiri aðgang að tölvu
Solla Guðjóns, 14.3.2008 kl. 11:07
Hæjjjjjj... skvís. Verður gaman þegur þú færð aftur tölvu.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 16:43
ÚFF!!!!
Jæja vonandi gengur þetta allt saman
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.