..látinn brenna?!

fire_meaney  Hvurslags er þetta?  Var þá einhver sjens á að bjarga manngarminum, en hann bara "látinn brenna"Shocking?  Hvort eð er kolsvartur á fótum, svo það var eins gott að gera hann allan "kolsvartan", og brenna hann til kaldra kolaErrm.  Eða hvað?  Hvað svo sem frúnni kann að hafa þótt um karl sinn fótaskítuga, get ég ekki séð að hún hafi mátt hindra björgunarmenn og slökkvilið í því að bjarga honum, bara svo að hann væri allur í "stíl"Pinch.   Furðuleg frétt svo ekki sé meira sagt, frá stórveldinu Kína.  Kennir manni að gott fótabað er aldrei ofmetið, og það að sofa í sokkum á sjálfri brúðkaupsnóttinni geti bara verið til heilsubótarWhistling.

  En talandi um Kína.  Tinnan búin að fá nóg af "holuvandræðum" og pödduveseni í hinu herlega veldi kínverjanna.  Er á leiðinni heim, ekki seinna en á laugardag.  Foreldrar allir varpa öndinni léttar, og hlakka til að berja stúlkuna augum aftur.  Ætlar nú dísin til starfa norðan heiða á heimaslóðum og jafna sig á ferðahremmingum þessum.  Gott mál.  Vona að ekki verði vesen í hinum hraðvirka tolli þeirra kínversku, þó að stúlkan sé ekki á háréttri visaáritun.  Það er bara uppskrift upp á massa óveður hjá föður hennarW00t.

  Húsfreyja ætlar svo að mæla með því við fegurðardísina, að fara ekki lengra en til Færeyja í fyrirsætubransanum á næstunni.  Lengri ferðir hennar eru að valda foreldrunum hrikalegum brjóstsviða og hjartsláttartruflunumDevil.  Og stofugólf húsfreyju hefur vart borið sitt barr, eftir síðasta "þrumuveður" húsbóndaTounge.  Tala ekki um hrunið "taugakerfi" kattarrófunnar á heimilinu.

  Húsfreyja að öðru leyti í góðum gír.  Bjart í sálutetri hennar og lífi.  Dottin á bólakaf í lestur góðra bóka, og farin að líta sólpallinn sinn hýru auga á sólríkum dögum.  Systir í Eyjum svo á leið í páskafrí upp á land, svo míní-ættarmót er í uppsiglingu.  Hún er enn að reyna að "uppgötva" hvernig hægt sé að bæta 4 klukkustundum við sólarhringinn, eða hægja á tímanum öðrum kosti, svo hún nái að klára tvær vinnur ásamt því að sinna "kjarnorkuboltununum" sínum þremurGrin.  Systir í Þorlákshöfn svo ætíð í leit af "dauðum tíma", ergo:  friði og ró frá börnum og barnabarni, svo hún komist í notalegt klukkustundar langt bað og nái að lesa "málgagnið" okkar Frónbúanna (Moggann).  Bólar ekkert á honum ennþá, þrátt fyrir þrotlausa leit systur síðustu 9 árinDevil.  Svo hún tekur "skemri skírn" í baðinu, og les fyrirsagnirnar annan hvern dag í málgagninu.  Húsfreyja þakkar svo almættinu ætíð, fyrir þá skynsemisákvörðun, að senda henni aðeins eitt barnInLove!  Og það "pollrólega stúlku" sem AÐEINS krefst athygli:

          þegar hún er svöng, 

          þarf að læra,

          þarf í bað,

          ætlar út að leika,

          vill í fjöruferð, 

          í göngutúr,

          vill í Húsdýragarðinn eða bíó,

          vill í ferðalög,

          þegar hún hoppar og skoppar fyrir framan SJÓNVARPIÐ ÞEGAR PABBINN HORFIR Á

          KVÖLDFRÉTTIRNAR,

          þarf að "leysa lífsgátuna",

          þarf að heyra góða sögu lesna eða lesa bænirnar sínar! 

  ISS!  Mikið!  Sei sei, nei!  Þetta er bara smotterí í samanburði við systur mínarWhistling!  Næ alveg "korters" lesningu í góðri bók á hverju kvöldi.Wink  HEPPIN?  Ekki spurning!


mbl.is Brenndur lifandi út af skítugum fótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mjög skemtileg færsla.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Bros til þín, Sigurbjörg.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 20:39

3 identicon

gott að kínafarinn komi heim,þá halda allir heilum sönsum.kallinn þinn líkaerum alveg lost yfir bíla reikningi.....erum ekki í réttri atvinnu.heilar 5600 kr.á tímann og varahluturinn kostaði bara smá pening.kv stína og liðið undir lok.

stína karls (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Nei, við allar klikkaða, mæðgur, að fara ekki í "símvirkjann"!  Sá sem heimsótti mig hér um árið, og tók heilar 35 sekúndur í viðgerðina, sendi mér rukkun upp á 5.883 krónur.  Og það gerir bísna gott tímakaup.

  Þú verður að sækja um "bílviðgerðastyrk" til hreppsins, "varahlutastyrk" til ríkisins og lofa að nota "alla kauphækkunina" þína til að endurgreiða þeim á 40 árum!

  Knús á línuna.

Sigríður Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

frábært að Tinna sé á heimleið, fannst hún ansi langt í burtu.

Er hún búin að fá starf norðan heiða?

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, þetta voru hörmuleg endalok karls hér á jörð, tala ekki um ef hefði verið "hægt" að bjarga honum, en hann svo bara "látinn brenna".

  Já, Guðrún mín.  Tinnan okkar búin að fá starf á hótelinu á Hvammstanga, og ætlar að flytja til múttu sinnar og puða og streða viðað borga niður "ferðalagsskuldina" til Kína.

Sigríður Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 08:24

7 identicon

Þetta er bara ekkert til að hafa í flymtingum.  Hvað ætli td. femínistar hefðu sagt ef kona hefði verið brennd lifandi á þennan hátt.  En af því að um karlmann var að ræða, þá er þetta svo fyndið..  (sich!). 

Kolbeinn Höskuldsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:05

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Enda þykir mér þetta hið versta mál fyrir manninn, Kolbeinn.  Og er ekki að gera grín af sorglega mannsmorði þessu, heldur þessu einkennilega orðalagi í fréttinni í gær:... "látinn brenna".  Mér hefði fundist mun eðlilegra, ef sagt hefði verið frá því að reynt hefði verið að bjarga manninum og slökkva eldinn.  Hefði verið alveg jafn aulalegt orðalag, ef þarna hefði verið um konu að ræða.  Þýðir lítið að spyrja mig um orð og hugsanir feminista, er ekki mikið inn í þeirra málum.

  Þakka innlitið.

Sigríður Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 12:24

9 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Segi skvísunni að bjalla á þig Jón, þá hún mætir til landsins.

Sigríður Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband