Svaðalegt þetta!

  Einhvers staðar hljóta þá að vera þrír einstaklingar, sem sakna illilega síns hægri fótarFrown !  Nema þá að "einfættu einstaklingarnir þrír" séu allir á floti, í ótal pörtum úti fyrir ströndum Kanada!  Hroðalegt það, ef einhver bófi ala Hannibal Lecter sé farinn að stunda "niðurskurð" á mannfólki, borði sig þá líklega saddanSick , og láti hægri fæturna og íþróttaskóna síðan vaða í sjóinn.  Þá fer að verða ófélegt að veiða sér í soðið við Kanadastrendur, og sunnudagsrölt með börnin sín um strendurnar óhugsandiErrm !  Vona ég að hinir snjöllu lögreglumenn Kanada leysi "hægrifótargátu" þessa sem allra fyrst, svo aftur verið hægt að stunda skeljatínslu og fiskveiðar í Kanada, án þess að lenda í miðri hryllingssögu eftir Stephen KingPinch
mbl.is Þriðja fótinn rekur á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Kannski er einhver margfótungur að minnka við sig og hann hefur þá af gefnu tilefni líklega lítil not fyrir hægri skó en þá þeim mun meiri fyrir þá vinstri. Ég fatta hins vegar ekki alveg hvar Stephen King kemur inn í málið, var hann kannski með of marga hægri fætur?

corvus corax, 20.2.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þetta er mjög skrítið, mest skrítið er að það er sama skóstærð

Heiður Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  "Margfótungar" meðal manna ekki á hverju strái, corvus.  En King nefndi ég nú bara því "hryllingurinn" var sjaldan langt undan, í bókum hans, hér á árum áður.

  Sammála, Heidi, þetta er hið stórfurðulegasta mál, og hvar skyldu "vinstri" fæturnir vera?

Sigríður Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband