3.2.2008 | 12:19
Bill Murry...
.... í "Groundhogday" var óborganlegur! Og þá kynntist maður Punxsutawney Phil í fyrsta sinn, og hefð þessari, að spá um veturinn á þennan hátt. En Murry skyggði heldur betur á Phil, í kvikmynd þessari, og er mér mjög minnisstætt þegar hann framdi bankaránið um hábjartan dag, og hvernig hann smám saman snéri á uppáþrengjandi náungann á götunni . En annars sást sól í heiði á Kyndilmessunni (2. feb.) í gær, hér á litla Fróni. Svo enn megum við búast við snjókomu og kulda...brrrrrrr!
Ef að sól í heiði sést
á sjálfa Kyndilmessu,
snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu.
Held að vísan hafi verið svona, sem einn gamli ljóðaunnandinn á deildinni minni, kenndi mér.
En það var ekki amalegt að keyra yfir Þrengslin báðar leiðir í gær. Sól og blíða. Móðir jörð skartaði sínum fegursta "brúðarkjól", og himnafestingin var kóngablá. Hvítur gufustrókurinn steig tignarlega upp af virkjuninni, og maður hreinlega fann andann stíga upp með honum. Mútta bauð í kaffi, þó að himinháir skaflar vörnuðu gestum inngang, nema í halarófu! Svo voru augnhár lituð, og tekið Scrabble, eða "skraf" eins og við köllum leikinn. Allir frískir, nema uppþvottavélin sem framdi "harakíri" þar austan fjalls, rétt eftir jólin (álag,álag), og bifreið múttu hefur verið á "bílaspítala" í rúma viku. Báran (7 ára), Svalan (9 ára), Siggi (7 ára) og Gummi (5ára) tóku "Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Dimmalimm" og feluleik, svo húsið skalf og jörð með, í 5 kílómetra radíus.
Svalan fékk svo að koma með í bæinn aftur, og þær stöllur Bára og hún, tóku Spaugstofuna og Laugardagslögin með stæl. Erum svo á leið í bíó, á "Bímúví".....er engu nær sjálf, hvað sú kvikmynd á að fjalla um! Er alltaf sérstök upplifun að fara með skvísurnar í bíó! En aldrei leiðinlegt.
Bíókveðjur.
Punxsutawney Phil spáir vetri enn um sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég lærði vísuna svona:
Ef í heiði sólin sest ( hef líka heyrt sést)
á sjálfa Kyndilmessu.
Snjóa vænta máttu mest
maður upp frá þessu.
Og núna glennir þessi gula sig eins og hún mögulega getur.
Turetta Stefanía Tuborg, 3.2.2008 kl. 14:01
Já, Turetta. Og ég sá að málgagnið var með eina útgáfu enn, af vísunni. En þar sem minn maður er úr Skagafirðinum, þá ákvað ég að setja vísuna eins og hann kenndi mér hana. Veit ekki hvort þarna er misminni, eða hann lært hana svona upphaflega. Læt hann njóta vafans. En er góð vísa, hvernig sem á málin er litið!
Jamm, nú glennir hún sig, blessunin....og endilega á Kyndilmessunni.
Sigríður Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 15:37
groundhogday er alveg frábær mynd.En hvað ertu að segja á að snjóa meira ,ég er alveg búin að fá nóg.góða skemmtu í bíó.kv Árný
arný (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 16:43
Verðum að fara að hafa "good ol´movies" -laugardag, systurnar. Taka Ferris´s Bueller´s Day off, Groundhogday, Lady hawk ofl. . Hmmmm....kannski 17 júní 2012 möguleiki......?
Sigríður Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 17:16
þessa stundina er dýrindis færi til að búa til amk 10 snjóhús í garðinum mínum, það sést ekki í grindverkið einu sinni - umm, ég elska það, svo er ófært um bæinn og allt
halkatla, 3.2.2008 kl. 17:35
Anna mín, miðað við ástandið á verðbréfamörkuðum og krónunni, þá verður það kannski ráð að selja hér fyrir sunnan, og versla eins og eitt "snjóhús" úti í garði hjá þér! Verst að komast ekki í bæinn, því ég er með "mergjaða molláráttu" í bland við "þetta-reddast-röskun" á háu stigi! Svo segja Spaugstofumenn, og ekki ljúga þeir!
Sigríður Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.