Help!

  Heimur á heljarþröm, segja fjölmiðlar.  Móðir jörð að ofhitna, af mannavöldum, um leið og við hér á litla Fróni fáum einn kaldasta veturinn, í mörg herrans ár.  Hefðu kannski betur sent lagið "Help", með Bítlunum út í geiminn, NASA-menn.  Því okkar veðurvísindamenn vita greinilega ekkert í sinn hausGrin, hér á jörðu.  Svo "hjálp" væri vel þegin, svona til að lesa í framtíðarhorfur mannkyns.

  Hef svo annars verið of upptekin til að blogga.  Hef legið yfir gömlum Dave Allen þáttum á YOUTUBE.  Hann er bara grenjandi snilld.  Ég veinaði af hlátri í allt gærkvöld.  Eru klassískir brandarar, og myljandi fyndnar pælingar um trúmál, barnauppeldi, mannlegt eðli í sorg, gleði og hræsni.  Mæli með Dave.  Vil fá hann aftur á skjáinn. 


mbl.is Bítlalagi útvarpað í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband