30.1.2008 | 18:55
Á sjokkflugi!
Skyldi hann hafa fengið bréf frá hinum "kanadíska skattmanni"? Þegar ég fæ bréf frá þeim frónverska skrattakolli, "skattmanni", þá þarf ég einna helst á "neyðarviðtali" við Guð að halda! Og svo lágmark 6 vikna hvíldarinnlögn í slökun og leirböð í Hveragerði á eftir! "Skattmann" er einhver sá mesti "taugarústari", sem um getur í sögu mannkyns, og hef ég hann ætíð grunaðann um að vera á mála hjá lyfjasölufyrirtækjum þeim, er róandi lyf selja!
En happasælt að engin slys urðu á fólki, og að vel gekk að lenda vélinni.
Flugmaður fékk taugaáfall í flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann hefur sennilega tekið póstinn með sér í flugið og ætlað að lesa í rólegheitum þegar sjálfstýringin var komin á og svo.....
Turetta Stefanía Tuborg, 2.2.2008 kl. 14:35
Já, akkúrat þannig sá ég þetta fyrir mér, Turetta!
Sigríður Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.