15.1.2008 | 13:52
Slegin óhug!
Ég er í LOSTI! Vil fá miklu betri og nánari fréttir af þessu. Hvað var í gangi? Voru þetta bara einhverjir Jónar, sem þekktu barnið ekki neitt, eða var þetta forræðis- eða fjölskyldumál? Það skiptir öllu. Erum við að sigla hraðbyri sömu leið og Bandarískir foreldrar og börn þeirra? Verðum við að fara út í "gjörgæslu" á börnum okkar, hér uppi á litla Fróni, rétt eins og Kanarnir? Fylgja þeim hvert fótspor, svo þau verði örugg. Geta þau þá aldrei um frjálst höfuð strokið, fyrr en um 18 ára aldurinn? Þetta er háalvarlegt mál, svo ekki sé meira sagt. Á sjálf eina að verða sjö ára. Og hrýs hugur við svona óhugnaði.
Foreldrar slegnir óhug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst vanta eitthvað mikið inn í fréttir af þessu. Allt svo óljóst og seint og illa brugðist við.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2008 kl. 13:57
Þú getur lesið um þetta nánar á blogginu mínu. Þetta virðist ekki vera forræðis- eða fjölskyldumál því barnið kannaðist ekki neitt við mennina 3 og kemur frá svo best er vitað góðri fjölskyldu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.1.2008 kl. 13:59
Þakka ykkur innlitið.
Las í blogginu hennar Nönnu bréfið, er foreldrar fengu sent heim. Þykir furðu gegna hve málið hefur fengið seina og hæga meðferð hjá yfirvöldum. Svona mál þurfa í forgang á einum blússandi fart.
Kveðja Sigga.
Sigríður Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 15:47
Það var ekki laust við að það setti að manni óhug við þessa frétt! og koma svo fram við foreldra barnanna í skólanum eins og þeim kæmi þetta ekki við
Huld S. Ringsted, 15.1.2008 kl. 22:24
Jamm Sigga þetta er óttalega andstyggilegt
Solla Guðjóns, 15.1.2008 kl. 22:26
Perrar eru allstaðar, líka á litla Íslandi, áríðandi er að brína fyrir börnunum að alls ekki tala við ókunnuga.
Heiður Helgadóttir, 15.1.2008 kl. 23:44
Já, Huld. Halda mættti að yfirvöld þyrðu ekki að láta foreldra vita af málinu, af ótta við ofsaviðbrögð og panikk. En ef ekki má má sýna hressilega viðbrögð við svona máli, hvenær þá? Enda finnst mér allir hafa haldið ró sinni furðu vel.
Sammála Solla.
Því miður,Heidi. ÞVÍ MIÐUR!
Sigríður Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.