Hva, var þetta BANNAÐ??

  Hafði ekki hugmynd um neitt annað, en að konur hefðu sína hentisemi með brjóstin ber, eða ekki ber, í sólbaði í sundlaugunum sumarlangt.  Og enginn sundlaugarstarfsmaður hefur stokkið eitt eða neitt, hvort sem konurnar eru í toppum eður ei.  Enda starfsmenn uppteknir af því að koma í veg fyrir, að fólk stingi sér í grunnu laugina,  að það hlaupi  eins og veðhlaupahestar eftir sundlaugabökkunum, að varúðarskilti séu  organdi slysagildrur og að kúnnarnir fari sér að voða á hálum, blautum gólfum.  Ber brjóst hljóta að teljast "alger aukaatriði", þegar starfsmenn er með lífið í lúkunum allan liðlangan daginn í vinnunni.
mbl.is Íslenskar konur mega bera brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka allar góðar og fallegar kveðjur Sigga mín, er ekki jafn dugleg að skrifa, skal reyna að bæta mig puss och kram

heidi

Heiður Helgadóttir, 12.1.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Alltaf gott að "heyra" frá þér á blogginu, en engin skylda að kommenta "all the time", Heidi mín!  Bara þegar andinn grípur, og orðin bara VERÐA að komast á blað.

Sigríður Sigurðardóttir, 12.1.2008 kl. 18:43

3 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Það er nú með þessa fyrirsögn eins og margar aðrar.Það má skilja hana á ýmsa vegu.Þannig að ef einhver gerist svo djörf að vera topplaus í heita pottinum,hlýtur laugarvörðurinn að verða að ganga úr skugga um að viðkomandi sé íslensk.Ef svo er þá er þetta í lagi en ef ekki þá hvað?

Turetta Stefanía Tuborg, 16.1.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, rétt hjá þér, Turetta.  Hafði ekki pælt í þessu, þannig!  Svo kannski að farið verði að láta "berbrjósta" konur í laugum taka lauflétt íslenskupróf!  Þær sem falla, vafðar inn í léreft og fá sombrero á höfuðin!

Sigríður Sigurðardóttir, 16.1.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband