2.1.2008 | 20:24
Hah! Vissi þetta!
Er nánast "óstressaðasta" kona á jarðríki samkvæmt frétt þessari. Karlinn minn, þessi elska, er hjálpsamasti og duglegasti maður, sem ég hef notið þeirrar ánægju að kynnast. Hann er með húsverkin, bílamálin, eldamennskuna, rafmagnsmálin, viðgerðir og allt almennt viðhald á tæru. Er þúsund fjala smiður og með mergjaða fullkomnunaráráttu. Ég nánast óþörf, nema til að stjana í kringum dótturina, hringja símtöl og versla í matinn. Jú, og svo að stjana við hann af og til. Ætti kannski að bjalla í páfann í Róm og spyrja, hvort svona menn séu ekki teknir í "dýrðlingatölu" í dag.... Nei, smá grín.
Og ég og Guð höfum verið vinir síðan ég var smápeð. Frá því að hann fór að senda mér "engla", sem kipptu í mig, á ystu nöf í príli og brasi í Eyjum. Því ég á ótal minningar um "slæm föll" sem barn, sem aldrei urðu, því alltaf var kippt í skottið á stelpu. "Hvernig í ósköpunum fer krakkinn að því að koma alltaf niður á fæturnar, rétt eins og köttur", spurði afi minn oft! "Ekki hugmynd" var svar múttu, sem var sífellt löðursveitt, með púls upp á 200, að jafna sig af "míní-hjartaáföllum" eftir að dóttslan lét sig bara flakka efst ofan af stiganum upp á húsþak, fram af stillösum í nýbyggingum og háum klettum í fjallgöngum.
Svo ég er bara í bísna góðum málum. Ætti allavega ekki að drepast úr stressi.
Trúariðkun og hjálplegur eiginmaður draga úr streitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vá Sigga hélt augnablik að þú værir búin að stela af mér karlinum.....nema hvað hann er sjaldan heima.
Aldrei hefði mér dottið í hug að þú hafir verið þessi tildurrófa
Solla Guðjóns, 3.1.2008 kl. 00:30
Já það er alltaf gott að eiga góða að Hins vegar veit ég ekki alveg hvernig á að túlka þessa fyrisögn.Ég er nú þannig innrætt að mér finnst það ekkert endilega flokkast undir hjálpsemi ef eiginmaðurinnn tekur til hendinni á heimilinu.Oftast er það þannig á þessum bæ að hann kemur heim úr vinnu kl. fjögur á meðan ég vinn til sjö eða átta.
Turetta Stefanía Tuborg, 3.1.2008 kl. 12:48
Hva, Solla, eru til fleiri súperkarlaeintök en mitt? Gott til þess að vita. Og sei sei jú. Var upp um allt og út um allt, krakki í Eyjum.
Jamm, Turetta, það er nú svona með "hjálpsemina". Ég er akkurat á öfugu róli við þig. Vinn til fjögur, en karlinn minn til sjö að ganga átta. En við "hjálpumst" auðvitað að með heimilisstörfin, og erum í eilífri "samvinnu" með flest.
Þakka ykkur innlitin.
Sigríður Sigurðardóttir, 3.1.2008 kl. 13:01
Gott að það eru til góðir karlar, á maðurinn þinn bróðir sem að vantar konu.
Gott nýtt ár, þakka skemmtileg kynni á síðasta ári.
Puss och kram
Heidi
Heiður Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 16:37
Því miður, Heidi mín. Svona góð karlaeintök virðast eingöngu koma "eitt í einu" inn í hverja fjölskyldu, og á minn maður bara systur. En ég skal vera á útkikkinu fyrir þig, ef mér finnst einhver líklegur til að fitta inn í kategóruna, og er ekki "fastbundinn".
Knús á þig.
Sigga.
Sigríður Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.