Steikir þú í þér heilann...

.....er næsta víst að "ævisaga"  þín verði bísna þunn bók.  Einhver góðviljaður gæti ef til vill bent Ozzy á þetta.  Gæti sparað honum myljandi hausverk, og ógrynni af símtölum til vina og kunningja:  "Hvernig var þetta nú aftur...."?  "Hvenær var það aftur sem...."?  "Varst þú ekki með mér þegar...."?

  Komu eitt sinn tveir ógæfumenn inn á deild til mín á Suðurnesjunum, eftir að hafa lent í bílveltu.  Voru rúmlega þrítugir, og virtust hafa sukkað í víni og lyfjum lengi saman.  Ég smellti þeim saman inn á tveggja manna stofu, tók lífsmörk reglulega af þeim yfir nóttina og spjallaði við þá.  Þeir báðir upprifnir yfir athygli og umhyggju, marðir og skornir á höfði og höndum, en að öðru leyti ómeiddir.  En um miðja nótt fór að syrta í álinn.  Því hvorugur þeirra mundi hvað þeir höfðu skilið eftir fulla "bokku" af eðal landa.  Líklega hjá partýfélaga sem hét Jón, eða Palli, eða Maggi.  En þá var það að muna:  Hjá hverjum af partýfélögunum, höfðu þeir síðast verið í partý?  Þrösuðu þeir um það það sem eftir lifði nætur, og mundi hvorugur hvar síðasta partý hafði verið haldið.  Höfðu mestar áhyggjur, að það hefði verið hjá "helvítinu honum Jóni", því hann var svo mikil bytta, að honum var ekki treystandi fyrir bokku. "Þambar þetta eins og svampur", rumdi í öðrum vonleysislega.  "Helvíti hart þegar maður getur ekki treyst félaga sínum", samþykkti hinn.  Og fleira reyndist svo týnt þeim félögum þessa nótt:  Sígarrettukarton, símnúmerabók, gemsi, flottur leðurjakki og andskotinn hann Jói bróðir, sem hafði ætlað að skutla þeim.  Einn gemsa voru þeir félagar með sér, og í hann hringdu þeir út um borg og bí, í leit að "eigum" sínum og skyldmennum.  Þegar ég kvaddi á vaktinni um klukkan átta um morguninn, var ekkert fundið enn af einu eða neinu....jú, Jói bróðir dúkkaði upp og hann var í "flotta leðurjakkanum", enda eigandi hansDevil.

  Voru gæðalegir menn, sem höfðu enga stjórn á fíkn sinni, og sögðust sjálfir vera að steikja í sér heilann með brennivíni og dópi.  Enda mundi hvorugur þeirra neitt af neinu tagi, um nokkurn skapaðan hlut.  En þeir voru svo horfnir aftur í næsta "partý" þegar ég mætti nóttina á eftir.  Ætli þeir hafi einhvern tímann fundið landabokkuna.....?


mbl.is Ozzy man ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband