4.12.2007 | 18:54
Myljandi gott apaminni.
Versla talsvert í Hagkaup og Bónus af varningi matarkyns allskonar. Hef iðulega rekist á að varningur er að "flytjast" á milli hilla og hillustæða af og til, svo allt er týnt og tröllum gefið. En ég er ein af þessum óþolandi ERFIÐU kúnnum, sem alltaf leita uppi starfsmenn, og spyr "HVAR geymið þið núna grænu baunirnar, flórsykurinn, 70% súkkulaðið og Sojamjólkina"? Eru starfsmenn verslananna oft í mesta basli með að "hafa upp á" vörunum fyrir mig. Ergo: Vita ekki sjálfir hvar þær eru staðsettar. Bölsótast þeir svo í nýju starfsfólki fyrir að setja ekki vörurnar alltaf á sama "gamla góða staðinn", eða í sjálfum sér fyrir að hafa set vörur á einhvern "brilliant góðan stað"....sem finnst svo aldrei aftur. Nú held ég væri ráð, að stórverslanir fjárfestu í nokkrum simpönsum á besta aldri, og létu þá um að muna "hvert" hlutirnir eiga að fara. Það er, taka myndir af öllu hilludótinu, sýna öpum, og láta þá svo aðstoða mannpeninginn við að raða á "rétta staði"
. Myndi spara mörgum arfapirring í verslunarbrjálæðinu í jólamánuðinum. Nei, bara svona hugmynd
.
Apar skáka mönnum í minnisþraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er svo heppin að ég versla allt í sömu búðinni, og þar eru hlutirnir alltaf á sömu stöðum, þarf aldrei að leita. Kv Heidi
Heiður Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 19:06
Heppin! Sleppur alveg við "erfiða, óþolandi kúnna-hlutverkið", Heidi. Ekki það, að ég hef nú stundum lúmskt gaman að vandræðagangi starfsfólks, þegar eitthvað hefur týnst illilega.
Sigríður Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 19:30
HummHumm ég hef unnið töluvet í verslununum hér og get alveg sagt starfsfólkinu til afsökunar að það er alltaf verið að leita að plássi og tilfæra fyrir nýjar vörur...setja meira pláss og FINNA það pláss fyrir vörur sem seljast mikið þessa eða hina stundina.......ég hef marg oft snúist í hringi þegar pirípú kúnni upphefur raust sína..Hvar eiginlega.......Því ég er kannski búina að setja 50 vörutegnundir upp í hillu síðustu 3 klst. og finna pláss fyrir þær líka og maður þarf bara að rifja upp.......
Ég hef meiri samúð með innanbúðarfóli en kúnnum þó ég hafi samúð með báðum.......
Samúðin er öll kúnnans meðan ég er kúnni
Solla Guðjóns, 4.12.2007 kl. 19:42
Jamm, veit ég vel, Sollan mín. Og ég er afskaplega kurteis og prúð þegar ég spyr starfsfólk verslana. Ekkert fyrir að vera með leiðindi hún ég! Enda starfsfólk alltaf mjög hjálpsamt, og fer á blússandi fart að leita fyrir mig. Fannst þetta bara svo assgoti gott með apana!
Sigríður Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 19:52
jamm veit þetta snerist um apana og það væri gott að hafa einn á öxlinni í jólaösinni........en líklega varð ég smá prrýpú út í kúnnann áðan...
Solla Guðjóns, 4.12.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.