Ég mótmæli!

  Hef verið að fylgjast með örlögum hennar Gillian Gibbons frá Bretlandi síðustu daga.  En sú kona er kennari í Súdan.  Gaf hún nemendum bekkjar síns leyfi til að nefna "bekkjarbangsann" Múhameð.  Rífa nú harðlínuklerkar allir í hár sér og skegg af vandlætingu og bræði, þar í Súdan.  Og síðskeggjaði spámaðurinn sjálfsagt búinn að "hringsóla" í gröf sinni yfir hinni miklu synd kenslukonunnar.  Og nú stendur til að hýða kenslukonuna 40 vandarhöggum, bjóða henni gistingu í súdönsku fangelsi í hálft ár og skikka hana til að greiða háar fjársektir.  Jamm!  Ef sekt hennar er sönnuð.

  Heldur þykir mér þeir súdönsku klerkar fara hamförum yfir saklausu leikfangi barnanna þar í landi, og nafni þess.  Heitir jú, annar hver karl Múhameð þar um slóðir, en svo er litið á það sem móðgun að nefna dýr í höfuðið á hinum síðhærða spámanni.  Síðast er ég skoðaði mína bangsa voru þeir "steindauð" leikföng, dúnmjúk, sæt og krúttaraleg.  Get ég með engu móti lagt bangsa mína að jöfnu við t.d. kattarrófuna mína, sem er jú sprelllifandi "dýr" af holdi og blóði.  Vildi ég því í dag mótmæla hamagangi og bræði klerka þarna í Súdan, út í "barnabangsa" og kennslukonu.  Skírði ég því alla mína bangsa upp á nýtt um kaffileytið.  Og sitja þeir nú allir þrír í röð, uppi í hillu í mínu yndislega svefnherbergi: Múhameð, Jesú og BúddaLoL!  (Allir af fornu frónversku "bangsakyni"Wink)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

trúarbrögð eru skrítinn.....held að engum þætti það tiltökumál að nefna bangsa Jesú eða Drottinn..

Frænka Árna kallaði eina dúkkuna sína Sollu bleiku og skírði meira að segja kálf eftir mér

Solla Guðjóns, 4.12.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Og þú ekki "móðguð" í myljandi ham og kasti af vandlætingu?  Hmmm, hefur greinilega mun betra skap og umburðarlyndi en hinir súdönsku klerkar, Sollan mín.

Sigríður Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 18:32

3 identicon

"Heitir jú, annar hver karl Múhameð þar um slóðir, en svo er litið á það sem móðgun að nefna dýr í höfuðið á hinum síðhærða spámanni."

Hér á Íslandi hélt ég nú að flestum þætti það óviðeigandi að gefa dýrum mannanöfn yfirleitt, hvort sem það eru hundar eða tuskubangsar. Og lítið yrði ég nú hrifinn ef einhver kunningi minn ákvæði að nefa nýja bolabítinn sinn eftir mér...

Þorsteinn (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, fólk er mishrifið af því að dýr séu nefnd mannanöfnum, þó ég þekki þess all mörg dæmi.  En hefði líklega átt að sleppa "svo-inu" í setningu þessari, slæddist inn án þess að ég sæi.  Allt í góðu með að vera á móti því að skella trúarlegum nöfnum, svo sem öðrum mannanöfnum á dýr, en þegar blessuð börnin í sakleysi vilja nefna bangsa sinn í höfuðið á einhverjum dáðum trúarhöfðingjanum/spámanninum, sé ég ekki ástæðu til að ærast.  Átti sjálf dúkku er hét María Mey, enda hreifst ég mikið af sögum af henni og myndum sem barn, og dáði óspart.  Og eina strákadúkkan minn var hann Karl Jesú.  (Hef ég minnst á að ég sótti kirkjur og trúarsamkomur stíft sem barn).  Man ekki eftir að foreldrar og því síður prestur bæjarins fettu fingur út í nafngiftir mínar.

Sigríður Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband