29.11.2007 | 18:51
Þurfa pabbar pössun?
Er dálítið misboðið fyrir hönd karlsins míns, með þessari frétt. Veit ekki betur en hann versli í matinn rétt eins og ég, og hafi alltaf gert öll okkar búskaparár. Verslar öll sín föt sjálfur og meira til. Að hann þurfi "pössun" og sé úthlutað sér horn í stórverslunum rétt eins og smákrökkum, er bara móðgun við hann. Förum á notalegt kaffihús saman, ef verslunarþreytan herjar á okkur, eða geymum eitthvað til morguns, sem þarf að versla. Þann enska horfir hann á heima í sínu eigin sjónvarpi, laus við stórverslunaniðinn í eyru.
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hey já er þetta ekki fyndið.........skyldi engum detta neitt nett og sneddý fyrir mömmurnar.......væri til í að láta aka mér í þægilegum vagni um ganga stórverslana og láta ´retta mér að sem ég hef áhuga á
Solla Guðjóns, 30.11.2007 kl. 09:54
Þegar að ég átti karl, þá fannst mér alltaf gott að vera laus við hann í búðum, en ágætt þegar að hann bar pokana út í bíl.
Heiður Helgadóttir, 30.11.2007 kl. 15:35
Vona að heilsan sé orðin betri.
Heiður Helgadóttir, 30.11.2007 kl. 15:36
Takk fyrir innlitið, skvísur. Góð hugmynd, Solla. Viðrum þetta við þá Hagkaupsmenn. Jú, jú, heilsan alltaf að batna, Heidi. En karlinn minn er líka duglegur að bera poka út í bíl, þó ég aki einnig oft innkaupakerrunni alveg að bílnum. En þar fyrir utan verslar hann einnig grimmt, og er ekkert síðri en ég í innkaupunum!
Sigríður Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.