Karlmenn blaðurskjóðurnar,

.. en ekki konurnar.  Eitthvað rennir mig í grun, að þessum rannsóknum vildu margir karlmenn helst stinga ofan rykfallnar skúffur og "LÆSA" velSmile .  Og GLEYMA niðurstöðunum hið snarasta.  Gaman samt fyrir okkur konurnar að fá þetta staðfest, sem okkur hefur lengi grunað, en vorum bara of "penar og tillitsamar" að hafa orð áJoyful !  Athyglivert líka þetta að karlar eru meira í "staðhæfingaspjalli", á meðan við konurnar erum í tengslamynduninni.  Ég "staðhæfi" að fenginni reynslu í viðræðum við karla árum saman, að það sé eitthvað til í þvíWhistling Cool !
mbl.is Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Hérna er myndband þar sem lýst er muninum á Konum og körlum.  Engöngu vísindalegar aðferðir voru hafðar við niðurstöður sem sagðar eru í myndbandinu.

http://www.break.com/index/difference_between_men_and_women.html

Birgir Hrafn Sigurðsson, 26.11.2007 kl. 20:28

2 identicon

Það lítur bara út fyrir að konur tali meira útaf öllu bullinu sem vellur úr þeim

baddi (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 05:10

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Kæru karlar, þið megið ekki verða svona sárir, þó ein mýta um konurnar sé nú fallin.  Við konur höfum lifað góðu lífi með þessa goðsögn á bakinu, að við tölum meira en karlar, ÁRUM SAMAN!  Hvað innihald tjáskipta varðar, hefði ég haldið að "tegslamyndunarumræður" kvennannna væru ekki síður mikilvægar en "staðhæfingar og beinar skipanir" karlanna, baddi.  (En hefurðu annars heyrt hóp af körlum tala saman um fótbolta og formúlu...ef þar er ekki vellandi bull meira og minna....)  En svona grínlaust, þá held ég að það sé ekki slæmt fyrir karla að geta "talað" um málin.  Og það þó þeir hafi það meira í boðhætti og staðhæfingum, og noti fleiri orð og tali lengur.

Sigríður Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 14:32

4 identicon

Hmmm, teljið mismunandi fjölda orða í athugasemdunum hérna.  Er einhver fylgni á milli kyns og orðafjölda?

Pétur Úlfsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:16

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Er þetta "viðkvæmt" mál fyrir karla?

Sigríður Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 20:06

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Karlmenn eru miklar blaðurskjóður, þetta er satt og rétt. Ég hlusta stundum á vinnufélaga mína (menn) og er það eins og versti saumaklúbbur. Við konur tölum, en á allt annan máta, ekki þekki ég margar konur sem að sitja og monta sig af ástaræfintýrum helgarinnar, en það gera menn.

Heiður Helgadóttir, 28.11.2007 kl. 17:19

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Jamm, Heidi, kvennafar og fyllerí ber gjarnan á góma hjá körlum í hóp, en það mega þeir eiga, að þeir segja margir skemmtilega frá....þó stutt sé i montið líka.

Sigríður Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband