Ókaupanlegar fasteignir?

  Fólk með "meðaltekjur" hefur ekki efni á að kaupa sér þak yfir höfuðið!  Á Íslandi góðærisins og útrásarinnar.  "Sex af hverjum tíu pörum voru með lægri tekjur á seinasta ári", en þarf til að koma þaki yfir höfuð sér.  Ég spyr, er þetta ávísun á nýtt "braggahverfi" í borginni við sundin bláu?  Eða ætla stjórnvöld meðaltekjufólki og lægra launuðum, að hella sér út í botnlaust skuldasúpusvað, sem engann endi tekur?  Að geta hvorki eignast húsnæði né séð sómasamlega fyrir börnum og fjölskyldu, eru ömurlegar framtíðarhorfur.  Og það blasir við láglaunafólki og fólki á meðaltekjum, eins og staðan er í dag.  Þurfa nú stjórnvöld að taka til höndum ærlega, og leiðrétta í íbúða- og húsakaupsmálum.  Allir þurfa jú þak yfir höfuðið.  Nú ef stjórnvöld treysta sér ekki í annað en nýtt "braggahverfi", þá sá ég í fréttum, að það er verið að rífa helling af húsum á Seltjarnarnesinu!  Mætti vel pota niður slatta af bröggum þarDevil .  Fullt af auðum lóðum!  Nei, svona í alvöru þá er þetta eitthvað, sem hefði þurft að taka í gegn fyrir löngu.  Ætla rétt að vona að stjórnvöld sjái sóma sinn í því.
mbl.is Meðaltekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Stjórnvöld verða auðvitað að gera eitthvað... en þangað til að fólk og stjórnvöld á Íslandi fattar að viðskiptamenn leika sér með fólk þá heldur ástandið áfram.

Ef viðskiptamaðurinn (þ.e.a.s. fyrirtækjaeigengur og stjórnendur) heldur áfram þeirri hugsun að hann verði að fá sem mest úr sem minnstu, þ.e.a.s. verði að græða peningana strax, þá lagast ekkert.

Launin hækka og verðið í kjölfarið því þessir sömu menn geta ekki hugsað sér að veltan yfir árið lækki að einhverju leyti. Og ef þeir sjá sér leik á að græða meira, þá fækka þeir starfsfólki og hækka verðið hægt og sígandi svo fólk varla taki eftir því, eða einfaldlega sætti sig við það

ViceRoy, 22.11.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þakka þér þetta Sæþór.  Er skarplega athugað hjá þér, og ég er þér sammála.  Græðgin því miður orðin allsráðandi víða í þjóðfélaginu, og siðblinda viðskiptajöfra og stjórnenda fyrirtæka óhugnanleg.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband