Réttlæti Sáda.

  Réttlæti dómstóla í hinu herlega ríki Sáda er við brugðið.  Rökvísi, sterk siðgæðisvitund, jafnrétti og virðing fyrir konum virðist reyndar algerlega óþörf innan þess dómskerfis, en bókstafatrú á Kóraninn, grimmd og fyrirlitning í garð kvenna, í hávegum höfð.  Ætla mætti að flestum siðmenntuðum þjóðum findist nóg um, hve ill örlög þessa unga fólks voru, er þau urðu fyrir niðurlægingu og ofbeldi af hendi nauðgaranna.  En sei sei, nei!  Ekki í henni Saudi-Arabíu.  Hýða þau opinberlega með svipu, er bætt ofan á neyðina og sálarmorðið.  Og stúlkan í ofanálag dæmd í hálfs árs fangelsi!  Og því í ósköpunum er hennar "sök" metin þyngri en unga mannsins?  Hví er hennar glæpur meiri en hans?  Þau sátu bæði í sama bílnum, og urðu bæði fyrir sama ofbeldinu.  Og því yfirhöfuð, er það glæpur í Saudi-Arabíu að sitja ógift saman í bíl?  Veldur það óafturkræfum skemmdum á bifreiðinni?  Birtist neongrænt skilti á enni stúlku og piltst og allra þeirra ættingja, þar sem stendur rauðum blikkandi stöfum: "ÞAU SÁTU SAMAN EIN Í BÍL"?  Hrynja hús fjölskyldna þeirra beggja, um leið og þau tylla sér í bílinn?  Veikist yfirklerkurinn í bænum af illkynja súkdómi?  Sekkur bæjarmoskvan í heilu lagi í jörðu niður?  Hvar liggur glæpurinn?  Ungt fólk að gera upp sín mál.  Spjalla saman og sitja saman í bíl.  Skil þetta ekki.  Og að trúin boði refsingu vegna slíks athæfis hjá ungu fólki, er bæði grimmdarlegt og forneskjulegt í senn.  Eða það er mín skoðun.
mbl.is Bandaríkjastjórn gagnrýnir ekki refsingu fórnarlambs nauðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

siðblinda virðist amk landlægur sjúkdómur í þessu landi, kannski er það vegna þess að fyrir 100 árum settust ókunnug kona og maður uppá sama úlfaldann í leyfisleysi, hver veit??? það meikar álíka mikið sense og svona dómur og svona siðgæðisreglur. Svo er það líka athyglisverð staðreynd að hvergi gengur eins mikið klám á milli unglinga í gsm símum einsog í Saudi Arabíu.... það eru bara allir að fara yfirum þarna, skiljanlega.

halkatla, 22.11.2007 kl. 18:19

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, furðulegt þjóðfélag, Anna.  Svo ég segi ekki meira.  Get vel ímyndað mér að landlægur klámfaraldur sé þar í gangi í gemsum, þegar unga fólkið má ekki einu sinni sitja saman í bíl, nema það sé harðgift.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband