13.11.2007 | 15:43
Nei, for fa'en!
Þetta finnst mér sú alvitlausasta hugmynd að "jólagjöfinni í ár" sem ég hef heyrt. Eða voru allir í nefndinni "forfallnar rjúpna- og gæsaskyttur", þessar sem hafa verið að týnast með reglulegu millibili á veiðitímabilinu?!
Eða kannski afbrýðisamir makar, sem vilja vita af ferðum síns heittelskaða/heittelskuðu "hverja stund, hverja mínútu"? Nei, ég bara svona spyr. Allavega yrði ég verulega fúl, fengi ég GPS-staðsetningartæki í jólagjöf. Kemur engum við hvað mér finnst gaman að versla "lengi" og mikið í Eymundsson!! Maður má alveg vera forfallinn "leynibókaormur" án þess að ættingar allir og ástvinir ásamt alþjóð viti af.

![]() |
Jólagjöfin í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jamms þetta er svo stúpid að það hálfa væri nóg
halkatla, 14.11.2007 kl. 14:07
Já, mætti halda að bróðurparturinn af þjóðinni væri upp til fjalla allt árið um kring
.
Sigríður Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 17:45
Já eða á leiðinni norður til tengdó
í kaffi og kleinur...
Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.