Heilaétandi slímdýr!

   Aaaaarrrrgh!  Þetta er það hrikalegasta sem ég hef lengi séð í fréttum.  Bara umhugsunin um að "dýr" sé að "éta" í þér heilann....brrrrrrrr... "Bodysnatchers" og fleiri hryllingsmyndir verða "raunverulegar".  Úff!  Vona svo sannarlega að "fórnarlömbunum" sé sem minnst sagt, þegar einkennin gera vart við sig.  Þetta hlýtur að vera einhver óhuggulegasta dauðaorsök sem um getur í sögu læknavísindanna.  Jamm.  Það er margt til í móður náttúru, og hún er sífellt að koma okkur á óvart.  Maður skyldi aldrei vanmeta hana, og ætíð umgangast af virðingu og af varúð.  Gefur af sér góða hluti sem fæða okkur og klæða, en getur svo skaðað okkur með sjúkdómum og/eða jafnvel drepið líka.  Og það án þess að til náttúruhamfara komi.  Bara með einföldu slímdýri eins og "amöbu"!
mbl.is Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Synda með nefklemmu yrði mér nú líklega að bana svo ég læt það bara vera.

Þetta er óhuggulegt þegar amaban er kölluð dýr.

Solla Guðjóns, 3.10.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Akkúrat!  Er nógu óhuggulegt samt.

Sigríður Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband