16.9.2007 | 10:56
Palestínumaður í góðum gír.
Mætt til starfa eftir óvenjulangt sumarfrí. Hafði verið eitthvað vantalið hjá mér, svo ég græddi rúma viku í aukafrí. Heyrði í morgun brot úr þættinum hans Ævars Kjartanssonar, Landið helga. Þar var hann að þýða orð eins ágæts Palestínumanns, sem ég því miður heyrði aldrei nafnið á. En þessi góði maður, sem var einn af þeim er vann að því að koma á þjóðstjórn í Palestínu á sínum tíma, var alveg brilliant. Hann talaði um hina miklu kúgun, sem Paletínska þjóðin byggi við af hálfu Ísaraela, á mjög raunsæjan hátt, og nauðsyn þess að ræða af skynsemi um frið við þá, án ofbeldis. En einnig ræddi hann um þá sundrungu sem ríkti í mannúðarmálum í Palestínu. Sú sundrung vegi illirmislega að málstað Palestínu og lýðræði þeirrar þjóðar. Sagði að Hamashreyfingin hafi aðeins gert illt verra þar í landi, og hafi stuðlað að einangrun þjóðstjórnarinnar, og missi Palestínuþjóðin því stuðning margra vestrænna þjóða. Var gott að heyra Palestínumann tala af svo miklum skilningi um gang mála þar austur um. Ég ætla að reyna að hlusta á allan þáttinn annað kvöld, því ég var svo innilega sammála þessu manni.
Í mínum húsum er svo "sá í neðra" sestur að tölvuræflinum mínum, og búinn að bræða allt Windows-kerfið niður í frumeindir sínar. Karlinn minn alveg rasandi á þessum "óþverraskap" kölska, og bölvar honum í sand og ösku. Ég ætla rétt að vona að sumarmyndirnar mínar séu ekki horfnar inn í "kompjútereilífðina miklu" einn ganginn enn. En ég treysti mínum manni alveg til að finna eitt gott tölvuséní til að bjarga Windows-kerfinu......það er bara þetta með sumarmyndinar mínar. Þegar "eilífðin" hefur náð þeim þarna í óræðum víddum tölvuheimanna, er næsta víst að ég sjái þær ALDREI aftur. (ANDVARP!!) Jamm. O, jæja. En verður eitthvað rólegt í blogginu hjá mér, þar til við erum búin að "særa út" þann í neðra.
Athugasemdir
Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla. Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.
Ég er þó búin að líta á færsluna þína um lesblindu og hún var sko mjög góð og langar mig mest að stela henni í þínu nafni síjú.......
Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:57
Solla mín, þú mátt alveg nota færsluna mína. Get staðið við hvert einasta orð þar. Kíki svo á síðuna þína um leið og tölvunni minni batnar "sóttin"!
Sigríður Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.