Ríkisbubbinn, hún mútta!

  Mútta mín er á þessum dásamlega óræða aldri ellilífeyrisþeganna, og hefur í ofanálag verið ekkja síðustu 5 árin.  Hún hefur til skamms tíma notið þess, að fá heilar "8. þúsund krónur" frá ríkinu, en þær fóru að berast henni eftir að pabbi sálugi kvaddi þennan heim.  En ekki meir, ekki meir.  Nú hefur hið framsýna og réttvísa ríki okkar Frónbúa ritað múttu sendibréf, og tjáð henni að nú fái hún aldrei framar þessar 8.000 krónur frá því.  Nú sé komið nóg!  Nú þurfi hún sem "moldríkur" ellilífeyrisþegi, og fyrrum verkakona með rúmar 50.000 krónur í laun á mánuði, ekki lengur á þessum peningum að halda.  Nú sé það alger "óþarfi" fyrir hana, að vera að splæsa á sig salti í grautinn eða nýjum sokkum lengur.  Saltið er hvort eð er "óhollur andskoti", og gamla sokka má stoppa í ...."endalaust"Devil .  Óskar ríkið henni innilega til hamingju með þessa "launalækkun", og segja það undur og stórmerki að hún  hafi "tórað" í heil 5 ár eftir andlát maka síns, en það sé algerlega andstætt norminu!  Það sé ríkisins einlæga von, að með þessari aðgerð takist því að koma henni "undir græna torfu" sem allra fyrst, svo hún þurfi ekki að gutla svona gaufast um "makalaus" árum samanGrin .  Jamm!  Alltaf að hugsa um hag þeirra öldnu, ríkið.  Nei, í alvöru.  Er þetta í lagi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Nei þetta er sko ekki í lagi!! Það er ömurlegt hvernig hlutirnir eru orðnir hér á landi gagnvart öldruðum, öryrkjum og fötluðum, það er eins og þessi þjóðfélagshópur sé eitthvað sem geti bara átt sig

Huld S. Ringsted, 13.9.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, takk fyrir það Huld.  Það er eins og aldrei sé hægt að spara eða skera niður  annars staðar en hjá þessum hópum.  Merkilegt.  Ætli ráðherrar og þeir er ríkinu stjórnar verði aldrei gamlir og þreyttir, lendi aldrei í því að verða öryrkjar vegna slysa eða sjúkdóma og því síður í því að eignast fötluð börn?

Sigríður Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Það er skömm að þessu,  kona sem að er ein af þeim sem að hefur byggt upp landið okkar. Á ekki gamla fólkið okkar rétt á sómasamlegu lífi, SVEI ATTAN

Heiður Helgadóttir, 15.9.2007 kl. 10:48

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Sigga ertu að meina þetta Gerum atlögu að ríkinu ég heilega er brjáluð yfir að heyra þetta um mína vinalegu nágrannakonu......og reyndar hvaða konu sem er...getum við ekki gert eitthvað í þessu .....er maður allstaðar sama peðið???

Knús á þig

Solla Guðjóns, 22.9.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband