Maryam Namazie.

  Hef svolítið verið að fylgjast með umræðunni um þessa ágætu konu, sem hefur opnað umræðu um kúgun kvenna í löndum islama.  Til allrar hamingju og Guðs mildi eru ekki "allar"  islamskar konur kúgaðar.  Njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og að fara ferða sinna einar, klæðast því sem þeim sýnist, njóta menntunar og komast í virðingarverð störf.  En merkilegt þykir mér, þegar fólk neitar að horfast í augun við hina grimmu kúgun, andlegt og líkamlegt ofbeldi og lítilsvirðingu sem margar konur islama búa við í dag.  Berja höfðinu við steininn, og fer að tönnlast á því, að þeir sem hafi trúskipti, eða gerist trúleysingjar í hópi islama, verði jafn "öfgafullir og hatramir" og þeir sem öfgatrúaðastir eru.  Og vilja því taka orðum Maryam Namazie með fyrirvara! 

  Nú þekki ég nokkuð marga samlanda mína, sem hafa haft trúskipti, og tvo sem urðu trúleysingjar.  Tvær ágætar kunningjakonur mínar gengu í Fríkirkjusöfnuðinn, hjón er ég þekki í trúflokk Hvítasunnumanna, einn vinur minn gerðist trúleysingi og samstarfskona mín ein líka.  Ekkert af þessu fólki hef ég séð standa fyrir fyrirlestrum um "brot á sínum mannréttindum", um kúgun, ofbeldi,  eða um boð eða bönn.  Því síður hafa þau ritað bækur um "ömurlegt líf" sitt innan Þjóðkirkjunnar, eða um hvernig makar þeirra rændu þau börnum þeirra í skjóli trúar og trúarreglna.  Sei, sei, nei.  Ekkert slíkt hefur verið á döfinni.  Fólkið er að vísu mun ánægðara með sig, og val sitt, er ég spjalla við það um trúmálin, en er ekkert að kasta skít í eða kvarta  undan tíma þeim er þau voru skráð í Þjóðkirkjuna.  Enda búum við ekki í samfélagi þar sem það er jafnvel "dauðasök" að afneita trúarbrögðunum.  Við búum ekki í samfélagi, þar sem konur mega ekki fara "einar út í búð" að versla sér nærföt eða hvaðeina, þar sem þær mega ekki ávarpa ókunnuga karlmenn, þar sem þær fá iðulega litla sem enga skólagöngu.  Eða í samfélagi þar sem konur eru jafnvel fangelsaðar, fyrir að þá eina sök að "karlmaður nauðgaði" þeim, eða í samfélagi þar sem haldnar eru hóphengingar á samkynhneigðum.  Það að þessi grófu mannréttindabrot séu ekki eitthvað einstakt fyrir lönd islama, afsakar það ekki á nokkurn hátt, að islömsku samfélögin skuli leyfa þessum viðbjóði að viðgangast í sínum þjóðfélögum.  Og í það miklu mæli að fyrrum islamatrúar kona talar um "helför" gegn konum og minnihlutahópum!  Í svo miklu mæli að  fyrrum islamskar konur  hafa skrifa langar bækur, þar sem þær lýsa ofbeldi og þjáningu í islömskum heimkynnum sínum, og jafnvel gerðar heilu kvikmyndirnar um (misjafnar að gæðum, eins og gengur).  Segir þetta okkur ekki, að það er eitthvað "mikið að" í þessum þjóðfélögum, þó einnig sé góða hluti að finna í þeim líka?  Það er allt í lagi að stinga á "graftrarkýlunum" innan islömsku þjóðfélaganna, eins og á graftarkýlum sem hafa þrifist í öðrum samfélögum.  Þó svo að auðvitað sé það "dauðasök" samkvæmt harðlínuliði hins síðskeggjaða spámanns, að "gagnrýna" samfélag þeirra og ofbeldi þeirra gagnvart konum og minnihlutahópum.  En málið er bara þetta:  Mannréttindi eru ætluð "öllum" mönnum og konum, algerlega óháð kyni, trú, kynhneigð eða skoðunum.  Það verða þjóðfélög öfgatrúaðra islama, sem og annarra öfgatrúaðra samfélaga, að læra, ef þau ætla að þróast og njóta virðingar umheimsins.  Því segi ég:  Virðum orð Maryam Namazie, þau eru ekki bara úr lausu lofti gripin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góður pistill

og má ég minna á það að Ayaan Hirsi Ali er að koma um helgina á bókmenntahátið .. verður í Iðnó á sunnudagkvöld.

mæli með því að tékka á henni á Tuotube.. hún er stórkostleg.

venni (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir það, Venni.  Verst að ég verð úti í Eyjum um helgina.  Ég kíki á hana á YouTube.

Sigríður Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: halkatla

frábær grein! hvert orð réttmætt og á réttum stað! Bravó

ayaan hirsi ali er æðisleg, ef þú ferð að leita að henni á youtube þá skaltu leita að dennis prager í leiðinni, hann er gamall USA fauskur en í myndbandinu sem að öllum líkindum kemur upp þá er hann að fara yfir viðtal sem var tekið við hana í USA, þar er viðtalstakandinn í algerri afneitun á því sem hún og margar konur innan Islam þurfa að þola, svör hennar eru snilldin ein  

halkatla, 7.9.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Kærar þakkir fyrir það, Anna Karen.  Leita alveg pottþétt að Ayaan Hirsi Ali á Youtube.  Fylgist svo með um helgina ef ég get.  Þetta er með ólíkindum, þegar fólk neitar að trúa orðum konu, eins og Myriam, sem alin er upp í islömsku þjóðfélagi og veit um hvað málið snýst.  Hún jafnvel ásökuð um ofstæki og hatur, vegna þess eins að hún bendir á ósómann.

Sigríður Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 13:52

5 identicon

Hjartanlega sammála  Önnu Karen , þetta viðtal Avi Lewis við Ayaan Hirsi er tær snillt svo og úttekt Dennis Praiger á því.

Mér finnst samt samt koma hennar hingað til lands fara undarlega hljótt í fjölmiðlum hér á landi miðað við hversu fræg hún er og nýtur mikillar virðingar.  Hún Ayaan Hirsi er frægasti gagnrýnandi á íslam nú um þessar mundir.

venni (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:12

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Vel skrifað hjá þér. Kveðja Heidi

Heiður Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband