2.9.2007 | 11:52
Vímaður köttur, með hjartslátt!
Ekkert er öruggt í þessu lífi fyrir gæludýr. Allra síst matarleifar okkar mannfólksins. Þá betra að halda sig við mat sérpakkaðan fyrir gæludýr. Og mín kisa fær svo "harðfisksbita" af og til, svon til að auka fjölbreytnina. En það það var þetta með "hjartsláttinn"! Las einu sinni sjúkraskýrslu fimmtugs manns er lá hjá mér yfir nótt á gjörgæslunni á Landakotsspítala. Þar greindi aðstoðarlæknirinn frá því að.... " við skoðun hefði maðurinn verið með "hjartslátt", en að öðru leyti "ekkert athugavert" að finna
! Ég læddi þessu að aðstoðarlækni, áður en yfirlæknir kom á stofugang, og hann bætti við ...með "öran" hjartslátt, í einum hvínandi hvelli. Og hann var mér eilíflega þakklátur, því svona atriði fóru ekki fram hjá meistara vorum og yfirlækni, Steini Jónssyni. Tók menn iðulega á teppið ef þeir stóðu sig ekki í skráningunni. En skondið eigi að síður.
![]() |
Kötturinn reyndist í vímu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hahaha, ónei, ég er með hjartslátt!
kisur elska harðfisk, það er svo sætt að sjá þær borða hann
halkatla, 3.9.2007 kl. 11:34
Þetta er "grafalvarlegt" mál, Anna. Veit heimilislæknirinn þinn af þessum "hjartslætti"?
Sigríður Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.