Hjartanlegar afmæliskveðjur?

  Gat ekki annað en brosað að þessari.  Kannski afmæliskveðja til okkar sem eigum afmæli í dag, frá "kartöfluálfum" Bolvíkinga?  En við fengum nú reyndar einu sinni stóra kartöflu úr garði okkar, úti í Eyjum, sem minnti á Mikka Mús.  Við krakkarnir mikið hrifnir.  En sú kartafla var svo snædd með ýsu seinna um daginn....
mbl.is Ástarkartafla í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En áttu ekki afmæli 31 ágúst ?

Kristín (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þá er ég í djúpum skít.  Öll mín skírteini, kort og ökuskírteini hafa sagt 30. ágúst, síðan ég man eftir mér.  Mútta mín heldur þessu statt og stöðugt fram, og gott ef pabbi sálugi var ekki stífur á þessari dagsetningu líka!  En ég hef enga pappíra til að sanna fæðingu mína á þessum degi.  Fæðingarvottorðið brann til kaldra kola undir 200 metra háu hraunrennsli 1973!

Sigríður Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 21:08

3 identicon

Æ-i ok þá hefur minnið mitt brostið..... og ég sem hugsaði stöðugt til þín í allan dag svona afmælis..... jæja.

Allavega kæra vinkona til hamingju með daginn í gær  vonandi var skemmtilegt eins og í afmælunum fyrir 1973 ....

Kristín (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 21:29

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk fyrir það, Stína mín.  Nepp!  "Ekkert" slær út afmælin í Grænuhlíðinni fyrir 1973.  Þau voru dúndur.

Sigríður Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Sigga í alvöru fæddist þú 31.ágúst en hvað??Er haldið fram að þú hafir fæðst 30.....Útskíringu takk

ÆJJJJJJ var að lesa betur og sé að þú ert að fíflast og til hamingju með daginn í gær.Daginn sem Bolvíkingar fengu ástarkartöflu hvernig sem hún er ..ég netti ekki að lesa það enda vinn ég á ballarvellinum

Solla Guðjóns, 31.8.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Takk Solla mín, fyrir afmæliskveðjuna (30 ágúst ER minn dagur).  Já, helv.... flott nafn á golfvöllinn.  Vita þeir í golfinu af þessu þarna?

Sigríður Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband